Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2025 10:55 Það kyngdi niður snjó alla helgina. Vísir/Oddur Ævar Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. „Það var um jólin líka en þetta hefur svona safnast saman. Það hefur verið þrálátur éljagangur og engin hláka þannig þetta hefur safnast saman. Þetta er drjúgur snjór en er ekkert óeðlilegt,“ segir Haraldur. Hann segir þetta ágætis magn á stuttum tíma en þetta gerist annað slagið. „Það á eftir að bæta á þetta seint í dag eða í kvöld. Þá á að bæta á snjóinn á Vesturlandi en eiginlega engin úrkoma hér á morgun.“ Seinna í vikunni er svo spáð hláku „með tilheyrandi leiðindum“. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar með veðurspá í dag kemur fram að lægð nálgast nú landið úr vestri og að áttin verði breytileg í dag. Vestanlands verði skýjað og dálítil él síðdegis, annars staðar megi búast við björtu veðri en stöku él fyrir norðan í morgunsárið. Frost 0 til 13 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil. Á vef Vegagerðar má sjá að víðast hvar er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Óvissustig er í Raknadalshlíð á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og Hvítárvallavegur í Borgarfirði lokaður við Ferjukotssíki þar sem brúin skemmdist vegna vatnavaxta. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku él við norðurströndina. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum. Á fimmtudag: Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustanlands. Snýst í hægari suðvestanátt með éljum um kvöldið og kólnar aftur. Á föstudag: Suðlæg átt og úrkomulítið, frost víða 0 til 10 stig. Hvessir og hlýnar seinnipartinn, rigning sunnan- og vestantil á landinu um kvöldið. Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir umhleypingasamt veður áfram. Veður Færð á vegum Snjómokstur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sjá meira
„Það var um jólin líka en þetta hefur svona safnast saman. Það hefur verið þrálátur éljagangur og engin hláka þannig þetta hefur safnast saman. Þetta er drjúgur snjór en er ekkert óeðlilegt,“ segir Haraldur. Hann segir þetta ágætis magn á stuttum tíma en þetta gerist annað slagið. „Það á eftir að bæta á þetta seint í dag eða í kvöld. Þá á að bæta á snjóinn á Vesturlandi en eiginlega engin úrkoma hér á morgun.“ Seinna í vikunni er svo spáð hláku „með tilheyrandi leiðindum“. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar með veðurspá í dag kemur fram að lægð nálgast nú landið úr vestri og að áttin verði breytileg í dag. Vestanlands verði skýjað og dálítil él síðdegis, annars staðar megi búast við björtu veðri en stöku él fyrir norðan í morgunsárið. Frost 0 til 13 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil. Á vef Vegagerðar má sjá að víðast hvar er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Óvissustig er í Raknadalshlíð á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og Hvítárvallavegur í Borgarfirði lokaður við Ferjukotssíki þar sem brúin skemmdist vegna vatnavaxta. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku él við norðurströndina. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum. Á fimmtudag: Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustanlands. Snýst í hægari suðvestanátt með éljum um kvöldið og kólnar aftur. Á föstudag: Suðlæg átt og úrkomulítið, frost víða 0 til 10 stig. Hvessir og hlýnar seinnipartinn, rigning sunnan- og vestantil á landinu um kvöldið. Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir umhleypingasamt veður áfram.
Veður Færð á vegum Snjómokstur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sjá meira