Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar 26. janúar 2025 22:01 Nú fer Alþingi að koma saman aftur. Virðing Alþingis er því miður orðið ansi lítil. Sumir þingmenn jafnvel skrópa, og eru meira og minna í símanum. Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni. Verkefni þeirra er að vinna fyrir þjóðina, að hagur hennar verði sem bestur. Allir Alþingismenn eiga að vinna að því markmiði, bæði ráðherrar og aðrir þingmenn, hvort sem þeir eru í meiri-eða minnihluta. Mér finnst því miður það ekki vera raunin. Í staðinn fyrir að vinna saman að þessu markmiði, er alltaf verið að berjast um völdin, hver ræður og hver gerir hvað. Það fer alltof oft mikill tími í það og ekkert gerist. Mér finnst að það ætti að hætta að nota orðið stjórnarandstöðu um minnihlutann. Það virkar ekki jákvætt. Það hljómar eins og að minnihlutinn eigi alltaf að vera í andstöðu við stjórnina. Hann þarf ekki endilega vera í andstöðu við stjórnina, þó hann greini mögulega á um leiðina. Þá þarf bara að finna út úr því og miðla málum, til að það sé best fyrir þjóðina, en ekki fyrir sérhagsmuni. Þó þingmenn mismunandi flokka séu ósammála um margt, þá hljóta þeir að geta sameinast um aðal verkefnin, sem eru bráðnauðsynleg. Þjóðin kaus þingmennina til að gæta að þjóðarhag. Allir þingmenn þurfa að mæta og það ætti að vera símabann eins og í skólum. Þeir í minnihlutanum hafa líka hlutverk, en ekki eins og Sigurður Ingi hélt, að hann væri bara kominn í frí þar sem hann var ekki lengur í stjórn og kominn í minnihluta. Hann á auðvitað að halda áfram að vinna að því að gæta að hag þjóðarinnar, með meirihlutanum, en auðvitað veita honum aðhald ef til þess þarf, en ekki bara til að vera á móti! Eins og orðið stjórnarandstaða virðist þýða! Ég leyfi mér að vera bjartsýn um framtíðina og er að vona að nú verði breyting á. Mér sýnist að með Kristrúnu við stjórnvölinn verði Alþingi samstíga og samhent. Stjórnin, minnihlutinn og aðrir þingmenn, að vinna að stóru verkefnunum í þágu þjóðarinnar en ekki sérhagsmuna. Að verkin verði látin tala. Höfundur er (h)eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer Alþingi að koma saman aftur. Virðing Alþingis er því miður orðið ansi lítil. Sumir þingmenn jafnvel skrópa, og eru meira og minna í símanum. Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni. Verkefni þeirra er að vinna fyrir þjóðina, að hagur hennar verði sem bestur. Allir Alþingismenn eiga að vinna að því markmiði, bæði ráðherrar og aðrir þingmenn, hvort sem þeir eru í meiri-eða minnihluta. Mér finnst því miður það ekki vera raunin. Í staðinn fyrir að vinna saman að þessu markmiði, er alltaf verið að berjast um völdin, hver ræður og hver gerir hvað. Það fer alltof oft mikill tími í það og ekkert gerist. Mér finnst að það ætti að hætta að nota orðið stjórnarandstöðu um minnihlutann. Það virkar ekki jákvætt. Það hljómar eins og að minnihlutinn eigi alltaf að vera í andstöðu við stjórnina. Hann þarf ekki endilega vera í andstöðu við stjórnina, þó hann greini mögulega á um leiðina. Þá þarf bara að finna út úr því og miðla málum, til að það sé best fyrir þjóðina, en ekki fyrir sérhagsmuni. Þó þingmenn mismunandi flokka séu ósammála um margt, þá hljóta þeir að geta sameinast um aðal verkefnin, sem eru bráðnauðsynleg. Þjóðin kaus þingmennina til að gæta að þjóðarhag. Allir þingmenn þurfa að mæta og það ætti að vera símabann eins og í skólum. Þeir í minnihlutanum hafa líka hlutverk, en ekki eins og Sigurður Ingi hélt, að hann væri bara kominn í frí þar sem hann var ekki lengur í stjórn og kominn í minnihluta. Hann á auðvitað að halda áfram að vinna að því að gæta að hag þjóðarinnar, með meirihlutanum, en auðvitað veita honum aðhald ef til þess þarf, en ekki bara til að vera á móti! Eins og orðið stjórnarandstaða virðist þýða! Ég leyfi mér að vera bjartsýn um framtíðina og er að vona að nú verði breyting á. Mér sýnist að með Kristrúnu við stjórnvölinn verði Alþingi samstíga og samhent. Stjórnin, minnihlutinn og aðrir þingmenn, að vinna að stóru verkefnunum í þágu þjóðarinnar en ekki sérhagsmuna. Að verkin verði látin tala. Höfundur er (h)eldri borgari.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar