Einn slökkvibíll var sendur á vettvang og kom hann á vettvang rétt fyrir 18. Guðjón Ingason, innivarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, greindi frá þessu í samtali við fréttastofu.
„Það logar vel í honum,“ sagði Guðjón við fréttastofu rétt upp úr 18. „Það er bíll við hliðina á honum og hann stendur framan við bílskúr. Þetta er svolítið kapp við tímann núna,“ sagði Guðjón.
Fréttstofu bárust myndir af vettvangi nokkrum mínútum eftir símtalið þar sem slökkviliðsmenn voru langt komnir með að ráða niðurlögum eldsins.
