Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 12:05 Sigríður Friðjónsdótttir ríkissaksóknari. Vísir/Vilhelm Lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri hefur verið hækkuð úr tíu þúsund krónum í 150 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra fagnar breytingunum. Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi. Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira