Jón Axel skoraði fimm stig á þeim sextán mínútum sem hann spilaði, auk þess að grípa þrjú fráköst.
Fljótt sást í hvað stefndi, San Pablo vann sér upp afgerandi forystu í fyrri hálfleik og lét ekki undan í seinni hálfleik.
Andstæðingurinn í úrslitaleiknum verður Monbus Obradoiro sem vann Real Betis fyrr í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun klukkan níu að kvöldi á íslenskum tíma.