Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2025 20:22 Barni og móður heilsast vel. Hildur Þórisdóttir Kona sem eignaðist barn á Seyðisfirði í óveðrinu í vikunni segir það óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg líkt og það gerði. Öryggi íbúa sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austfjörðum. Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur. Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur.
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira