Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. janúar 2025 12:13 Græna vöruskemman er í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Vísir/Vilhelm Búseti hefur lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna grænu vöruskemmunar við Álfabakka 2. Í kærunni er farið fram á að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Niðurstöðu er að vænta innan fárra vikna. Græna vöruskemman sem rís við Álfabakka hefur varla farið fram hjá neinum en kraftmikil umræða hefur átt sér stað um málið, ekki síst vegna íbúanna sem nú sjá aðeins grænt út um gluggann. Vöruhúsið er staðsett í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Búseti hefði nú lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Erlendur Gíslason hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Búseta. „Kæran snýst um að ákvörðun byggingafulltrúa um að synja stöðvun framkvæmda við Álfaabakka verði felld úr gildi. Við fórum fram á það í desember en synjunin varð 20. desember. Búseti telur skipta máli að þó að framkvæmdirnar séu langt komnar þá séu þær engu að síður stöðvaðar svo hægt sé að bregðast við og grípa til einhverra ráðstafana sem lýst hefur verið yfir af Reykjavíkurborg og fleirum; að sé hægt að draga úr umfangi byggingarinnar og það er auðveldara að gera það ef framkvæmdirnar eru stöðvaðar heldur en ef þær halda áfram,“ segir Erlendur. Í ljósi þess að forsvarsmenn Búseta fara í kærunni fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar þarf nefndin að taka kæruna fyrir svo fljótt sem auðið er. „Við vonumst til þess að það verði innan fárra vikna. Við skilum inn kærunni um miðjan janúar og Reykjavíkurborg er nýbúin að fá að skila athugasemdum, fékk vikufrest til þess, þannig að við vonum að nefndin taki sér ekki margar vikur til þess að taka ákvörðun.“ Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34 Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Græna vöruskemman sem rís við Álfabakka hefur varla farið fram hjá neinum en kraftmikil umræða hefur átt sér stað um málið, ekki síst vegna íbúanna sem nú sjá aðeins grænt út um gluggann. Vöruhúsið er staðsett í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Búseti hefði nú lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Erlendur Gíslason hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Búseta. „Kæran snýst um að ákvörðun byggingafulltrúa um að synja stöðvun framkvæmda við Álfaabakka verði felld úr gildi. Við fórum fram á það í desember en synjunin varð 20. desember. Búseti telur skipta máli að þó að framkvæmdirnar séu langt komnar þá séu þær engu að síður stöðvaðar svo hægt sé að bregðast við og grípa til einhverra ráðstafana sem lýst hefur verið yfir af Reykjavíkurborg og fleirum; að sé hægt að draga úr umfangi byggingarinnar og það er auðveldara að gera það ef framkvæmdirnar eru stöðvaðar heldur en ef þær halda áfram,“ segir Erlendur. Í ljósi þess að forsvarsmenn Búseta fara í kærunni fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar þarf nefndin að taka kæruna fyrir svo fljótt sem auðið er. „Við vonumst til þess að það verði innan fárra vikna. Við skilum inn kærunni um miðjan janúar og Reykjavíkurborg er nýbúin að fá að skila athugasemdum, fékk vikufrest til þess, þannig að við vonum að nefndin taki sér ekki margar vikur til þess að taka ákvörðun.“
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34 Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34
Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48
Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45