„Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2025 06:34 Unnið er að tillögum um breytingar á vöruskemmunni svokölluðu. Vísir/Vilhelm Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en í blaðinu segir að stjórnsýslukæra Búseta hafi borist úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála 14. janúar síðastliðinn. Frestur Reykjavíkurborgar og framkvæmdaaðila til að veita umsögn hafi runnið út í gær. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi. Erlendur Gíslason, lögmaður Búseta, segir ýmislegt athugavert við málið. Afstöðumyndir fullnægi ekki skilyrðum þar sem þær sýni ekki afstöðu til nærliggjandi bygginga. Þá segi í byggingarleyfinu að framkvæmdin skuli unnin eftir samþykktum aðal- og séruppdráttum en þeir virðist ekki hafa verið lagðir fram fyrr en eftir að byggingarleyfið var gefið út. Mannvirkið og notkun þess brjóti auk þess í bága við skipulag og leggja hefði þurft mat á það hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, vegna stærðar gólfflatar fyrirhugaðrar kjötvinnslu. Til viðbótar hafi auglýsingar um breytt deiliskipulag ekki fullnægt kröfum, né heldur hafi verið gefnar fullnægjandi upplýsingar um það hvers konar mannvirki var að ræða þegar byggingarleyfið var gefið út. Ekkert mat hafi verið lagt á umferð og þá hafi íbúar fengið villandi svör frá borginni. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í umsögn framkvæmdaraðila, Álfabakka 2, að félagið hafi átt umfangsmikil samskipti við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Í umsögn borgarinnar segi að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að mannvirkið sé ekki í samræmi við lög. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en í blaðinu segir að stjórnsýslukæra Búseta hafi borist úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála 14. janúar síðastliðinn. Frestur Reykjavíkurborgar og framkvæmdaaðila til að veita umsögn hafi runnið út í gær. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi. Erlendur Gíslason, lögmaður Búseta, segir ýmislegt athugavert við málið. Afstöðumyndir fullnægi ekki skilyrðum þar sem þær sýni ekki afstöðu til nærliggjandi bygginga. Þá segi í byggingarleyfinu að framkvæmdin skuli unnin eftir samþykktum aðal- og séruppdráttum en þeir virðist ekki hafa verið lagðir fram fyrr en eftir að byggingarleyfið var gefið út. Mannvirkið og notkun þess brjóti auk þess í bága við skipulag og leggja hefði þurft mat á það hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, vegna stærðar gólfflatar fyrirhugaðrar kjötvinnslu. Til viðbótar hafi auglýsingar um breytt deiliskipulag ekki fullnægt kröfum, né heldur hafi verið gefnar fullnægjandi upplýsingar um það hvers konar mannvirki var að ræða þegar byggingarleyfið var gefið út. Ekkert mat hafi verið lagt á umferð og þá hafi íbúar fengið villandi svör frá borginni. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í umsögn framkvæmdaraðila, Álfabakka 2, að félagið hafi átt umfangsmikil samskipti við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Í umsögn borgarinnar segi að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að mannvirkið sé ekki í samræmi við lög.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira