Telma mætt til skosks stórveldis Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 13:17 Telma Ívarsdóttir mætt í treyju Rangers og með trefil í litum félagsins. Glasgow Rangers Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust. Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma. Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma.
Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira