Telma mætt til skosks stórveldis Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 13:17 Telma Ívarsdóttir mætt í treyju Rangers og með trefil í litum félagsins. Glasgow Rangers Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust. Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma. Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma.
Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira