Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. janúar 2025 12:16 Mynd frá Neskaupstað í morgun. Útlínur þriggja flóða úr Skágili, Nesgili og Bakkagili eru rissaðar gróflega með rauðu á myndina. Veðurstofan Rýmingum í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Enn er verið að fara yfir gögn og meta hvort aflétta eigi rýmingum á Seyðisfirði strax. Verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum segir ánægjulegt að óvissuástandinu sé að ljúka. Rúmlega tvö hundruð manns hafði verið gert að rýma heimili sitt í bæjunum tveimur. Mikil úrkoma var á Austfjörðum síðustu tvo sólarhringa og snjóflóðahætta fylgdi henni. Nokkur flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað en engin ógnuðu byggð. Þrjú flóð í nótt og þrjú flóð aðfaranótt mánudags. Vegurinn um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lengi vel lokaður og komust íbúar Seyðisfjarðar þá ekki út úr bænum. Nú hafa almannavarnir ákveðið að aflétta rýmingum í Neskaupstað. Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum og íbúi í Neskaupstað, segir gott að allt hafi farið á besta veg og engin snjóflóð fallið á byggð. „Rýmingar eru ekki gerðar í neinu tómarúmi, þeir eru auðvitað gerðar með öryggissjónarmið í fyrirrúmi. Ef eitthvað skildi koma upp og veður skildi fara þannig. Það er alltaf heilmikið inngrip en engu að síður afskaplega gleðilegt þegar þeim lýkur og það hefur ekki reynt á neitt. Við erum ánægð yfir því,“ segir Jón Björn. Veðrið er að skána í Neskaupstað en í gær var spáð mikilli ofankomu og hvassviðri. „Það var ekki eins mikið og menn ætluðu. Það var ofankoma fram eftir morgun, ekki eins mikið og búist var við,“ segir Jón Björn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er óhætt að aflétta rýmingu í Neskaupstað. Enn er verið að skoða gögn varðandi Seyðisfjörð og hvort hægt sé að aflétta rýmingum þar. Þar snjóaði í nótt, annað en í Neskaupstað, og þurfa vísindamenn að meta stöðuna betur eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að rýmingum verði aflétt þar síðar í dag. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Náttúruhamfarir Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð manns hafði verið gert að rýma heimili sitt í bæjunum tveimur. Mikil úrkoma var á Austfjörðum síðustu tvo sólarhringa og snjóflóðahætta fylgdi henni. Nokkur flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað en engin ógnuðu byggð. Þrjú flóð í nótt og þrjú flóð aðfaranótt mánudags. Vegurinn um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lengi vel lokaður og komust íbúar Seyðisfjarðar þá ekki út úr bænum. Nú hafa almannavarnir ákveðið að aflétta rýmingum í Neskaupstað. Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum og íbúi í Neskaupstað, segir gott að allt hafi farið á besta veg og engin snjóflóð fallið á byggð. „Rýmingar eru ekki gerðar í neinu tómarúmi, þeir eru auðvitað gerðar með öryggissjónarmið í fyrirrúmi. Ef eitthvað skildi koma upp og veður skildi fara þannig. Það er alltaf heilmikið inngrip en engu að síður afskaplega gleðilegt þegar þeim lýkur og það hefur ekki reynt á neitt. Við erum ánægð yfir því,“ segir Jón Björn. Veðrið er að skána í Neskaupstað en í gær var spáð mikilli ofankomu og hvassviðri. „Það var ekki eins mikið og menn ætluðu. Það var ofankoma fram eftir morgun, ekki eins mikið og búist var við,“ segir Jón Björn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er óhætt að aflétta rýmingu í Neskaupstað. Enn er verið að skoða gögn varðandi Seyðisfjörð og hvort hægt sé að aflétta rýmingum þar. Þar snjóaði í nótt, annað en í Neskaupstað, og þurfa vísindamenn að meta stöðuna betur eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að rýmingum verði aflétt þar síðar í dag.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Náttúruhamfarir Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira