Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. janúar 2025 07:30 Mikill snjór féll á Austfjörðum síðustu daga en nú horfir til betri vegar. Landsbjörg Veður er orðið með skaplegasta móti á Austfjörðum og nóttin var tíðindalítil að sögn Magna Hreins Jónssonar ofanflóðasérfræðings hjá Veðurstofunni sem fylgdist með í nótt. Hann segir að rýmingum sem eru í gildi í Neskaupsstað og á Seyðisfirði verði væntanlega aflétt með morgninum. „Það hefur stytt upp og er svona að kalla úrkomulaust fyrir austan núna og skaplegasta veður. Við höfum ekki frétt af neinum nýjum flóðum í nótt, enda svosem ekki við því að búast í myrkrinu,“ segir Magni og bætir við að spáin fyrir daginn sé góð. „Hún er fín. Það er spáð úrkomulausu veðri og til þess að gera hægum vindi.“ Magni segir að miðað við þetta megi búast við því að rýmingum í bæjunum tveimur verði nú aflétt innan tíðar. „Það má alveg búast við því já og ég reikna með því að það verði gert. Ástandið verður metið í birtingu og þá getum við horft til fjalla.“ Og hið víðtæka rafmagnsleysi sem var á Austurlandi í gær er nú næstum fyrir bí. Á heimasíðu RARIK segir að allir viðskiptavinir á svæðinu sem eru með fasta búsetu ættu að vera komnir með rafmagn. Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu vegna ísingar í veðrinu sem gekk yfir og gætu endanlegar viðgerðir tekið einhverja daga enda aðstæður afar krefjandi. Þá er færðin á svæðinu einnig orðin skárri og Fjarðarheiðin var opnuð nú í morgunsárið eða rétt eftir klukkan sjö. Þar er þó snjóþekja á veginum og einbreitt með köflum og eru vegfarandur því beðnir um að aka varlega. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hann segir að rýmingum sem eru í gildi í Neskaupsstað og á Seyðisfirði verði væntanlega aflétt með morgninum. „Það hefur stytt upp og er svona að kalla úrkomulaust fyrir austan núna og skaplegasta veður. Við höfum ekki frétt af neinum nýjum flóðum í nótt, enda svosem ekki við því að búast í myrkrinu,“ segir Magni og bætir við að spáin fyrir daginn sé góð. „Hún er fín. Það er spáð úrkomulausu veðri og til þess að gera hægum vindi.“ Magni segir að miðað við þetta megi búast við því að rýmingum í bæjunum tveimur verði nú aflétt innan tíðar. „Það má alveg búast við því já og ég reikna með því að það verði gert. Ástandið verður metið í birtingu og þá getum við horft til fjalla.“ Og hið víðtæka rafmagnsleysi sem var á Austurlandi í gær er nú næstum fyrir bí. Á heimasíðu RARIK segir að allir viðskiptavinir á svæðinu sem eru með fasta búsetu ættu að vera komnir með rafmagn. Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu vegna ísingar í veðrinu sem gekk yfir og gætu endanlegar viðgerðir tekið einhverja daga enda aðstæður afar krefjandi. Þá er færðin á svæðinu einnig orðin skárri og Fjarðarheiðin var opnuð nú í morgunsárið eða rétt eftir klukkan sjö. Þar er þó snjóþekja á veginum og einbreitt með köflum og eru vegfarandur því beðnir um að aka varlega.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira