Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 23:56 Musk gerði handahreyfinguna, sneri sér við og gerði hana aftur. EPA Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. Musk var einn helstu stuðningsmanna og styrktaraðila í kosningabaráttu Trump. Eftir sigur Trump lýsti forsetinn verðandi því yfir að hann hygðist útnefna Musk sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Repúblikanar stóðu fyrir hátíðahöldum í Capitol One íþróttahöllinni í tilefni innsetningarinnar í kvöld og var Musk meðal ræðumanna. „Mig langar til að þakka ykkur fyrir að gera þetta að veruleika,“ sagði Musk í ræðu sinni. Í framhaldinu sló hann hægri hönd sinni á brjóstkassann og sveiflaði henni upp á ská meðan lófi hans sneri niður. Þá sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna. Guardian fjallar um málið, og vísar í ADL, baráttusamtök gegn gyðingaandúð, sem lýsa sams konar handahreyfingu og Musk gerði sem nasistakveðju sem iðulega var notuð til að hylla Adolf Hitler í valdatíð hans fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Haaretz er kveðjunni lýst sem „rómverskri kveðju“, fasistakveðju sem oftast sé tengd við Þýskaland nasismans. Í umfjöllun Independant segir að notast hafi verið við kveðjuna í virðingarskyni á tímum Rómaveldis en síðar hafi fasistasamtök, þar á meðal Nasistaflokkurinn í Þýskalandi, tileinkað sér kveðjuna og í kjölfarið tengi margir kveðjuna við hreyfinguna. Skiptar skoðanir á merkingu kveðjunnar Þá hafa ýmsir aðilar gagnrýnt Musk fyrir gjörninginn. Þar á meðal félagasamtökin Repúblikanar gegn Trump, sem eru með nærri 800 þúsund fylgjendur á X, forriti í eigu Musk. „Bíddu, var Musk að heilsa að sið nasista?,“ segir í færslu frá samtökunum. „Nýi meðforsetinn okkar heilsaði að nasistasið á fyrsta degi Trump í embætti,“ segir Sawyer Hackett ráðgjafi Demókrata í færslu á X. „Standandi lófatak fyrir Elon Musk, þetta eru bestu undirtektir sem nokkur hefur fengið í dag,“ sagði Erin Burnett fréttamaður á CNN sem fjallaði um hátíðahöldin. „Við sáum síðan þessa undarlegu kveðju.[...]. Hún leit skringilega út.“ Skiptar skoðanir eru þó á þessu atferli Musk en Independant hefur eftir blaðamönnum og gagnrýnendum að handahreyfingar hans hafi ekki verið að nasistasið. Ekki sé tilefni til að kippa sér upp við atferlið. Erlendir miðlar hafa grenslast eftir ummælum frá Musk og talsmönnum hans vegna málsins. Enn hefur hann ekki orðið við þeirri beiðni. Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Musk var einn helstu stuðningsmanna og styrktaraðila í kosningabaráttu Trump. Eftir sigur Trump lýsti forsetinn verðandi því yfir að hann hygðist útnefna Musk sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Repúblikanar stóðu fyrir hátíðahöldum í Capitol One íþróttahöllinni í tilefni innsetningarinnar í kvöld og var Musk meðal ræðumanna. „Mig langar til að þakka ykkur fyrir að gera þetta að veruleika,“ sagði Musk í ræðu sinni. Í framhaldinu sló hann hægri hönd sinni á brjóstkassann og sveiflaði henni upp á ská meðan lófi hans sneri niður. Þá sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna. Guardian fjallar um málið, og vísar í ADL, baráttusamtök gegn gyðingaandúð, sem lýsa sams konar handahreyfingu og Musk gerði sem nasistakveðju sem iðulega var notuð til að hylla Adolf Hitler í valdatíð hans fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Haaretz er kveðjunni lýst sem „rómverskri kveðju“, fasistakveðju sem oftast sé tengd við Þýskaland nasismans. Í umfjöllun Independant segir að notast hafi verið við kveðjuna í virðingarskyni á tímum Rómaveldis en síðar hafi fasistasamtök, þar á meðal Nasistaflokkurinn í Þýskalandi, tileinkað sér kveðjuna og í kjölfarið tengi margir kveðjuna við hreyfinguna. Skiptar skoðanir á merkingu kveðjunnar Þá hafa ýmsir aðilar gagnrýnt Musk fyrir gjörninginn. Þar á meðal félagasamtökin Repúblikanar gegn Trump, sem eru með nærri 800 þúsund fylgjendur á X, forriti í eigu Musk. „Bíddu, var Musk að heilsa að sið nasista?,“ segir í færslu frá samtökunum. „Nýi meðforsetinn okkar heilsaði að nasistasið á fyrsta degi Trump í embætti,“ segir Sawyer Hackett ráðgjafi Demókrata í færslu á X. „Standandi lófatak fyrir Elon Musk, þetta eru bestu undirtektir sem nokkur hefur fengið í dag,“ sagði Erin Burnett fréttamaður á CNN sem fjallaði um hátíðahöldin. „Við sáum síðan þessa undarlegu kveðju.[...]. Hún leit skringilega út.“ Skiptar skoðanir eru þó á þessu atferli Musk en Independant hefur eftir blaðamönnum og gagnrýnendum að handahreyfingar hans hafi ekki verið að nasistasið. Ekki sé tilefni til að kippa sér upp við atferlið. Erlendir miðlar hafa grenslast eftir ummælum frá Musk og talsmönnum hans vegna málsins. Enn hefur hann ekki orðið við þeirri beiðni.
Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira