Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 19:22 Frá Seyðisfirði. Lögreglan á Austurlandi Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Lögreglustjórinn segir rýmingu hafa gengið vel, þó hún sé alltaf viðkvæmt mál. Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár í dag. Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár. Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár.
Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent