Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2025 21:42 Skólahúsið í Ólafsdal var reist árið 1896 og hýsti fyrsta búnaðarskóla Íslands. Myndin er frá árinu 2017. Arnar Halldórsson Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu sjö kílómetra vegarkafla á Steinadalsvegi í Dalabyggð. Í verkinu felast endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtengingum og frágangi. Í útboðsauglýsingu kemur fram að verkinu skuli að fullu lokið um miðjan ágústmánuð á næsta ári, 2026. Frestur til að skila inn tilboðum er til 4. febrúar næstkomandi. Áður en Gilsfjarðarbrú stytti leiðina um fjörðinn var vegarkaflinn hluti Vestfjarðavegar. Hann liggur um sunnanverðan Gilsfjörð úr Saurbæ og að gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Þar hefur Minjavernd undanfarin ár staðið fyrir endurreisn hins fornfræga staðar í samvinnu við Ólafsdalsfélagið, Vegagerðina og sveitarfélagið Dalabyggð. Uppbygging vegar með bundnu slitlagi er talin ein helsta forsenda þess að hægt sé að byggja þar upp menningartengda ferðaþjónustu. Nýleg mynd úr Ólafsdal að vetrarlagi.Minjavernd Starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins lagði nýlega til að stofnaður yrði þjóðgarður í Dalabyggð. Horft yrði til þess að gestastofa þjóðgarðsins yrði í Ólafsdal. Á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins er Ólafsdal lýst sem einum merkasta menningarminjastað á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir ráku þar á árunum 1880 til 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita á Íslandi. Skólahûsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf. Ólafsdalur um aldamótin 1900. Byggingar búnaðarskólans mynduðu lítið þorp.Stjórnarráðið Á heimasíðu Minjaverndar kemur fram að unnið hafi verið að endurbyggingu og endurgerð fjögurra húsa sem fyrir voru; Smíðastofu, Mjólkurhúss, Fjóss og Haughúss. Jafnframt hafi verið reistar tvær byggingar sem ekki voru fyrir, Jarðskemma nokkru frá húsunum og Lækjarhús sem hýsa muni lager og tæknirými svæðisins. Þá hafi verið unnið að viðgerðum og endurbyggingu Skólahússins sjálfs. Samhliða þessum framkvæmdum sé unnið við stígagerð um Ólafsdal, fornleifauppgröft víkingaaldarskála innar í dalnum og uppsetningu á merkingum og upplýsingum um líf og starf í dalnum frá upphafi landnáms til nútíma. Stöð 2 fjallaði um endurreisn Ólafsdals í þessari frétt árið 2017: Einnig var fjallað um Ólafsdal í þættinum Um land allt árið 2017 þar sem Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um gullna söguhringinn um Dalabyggð: Dalabyggð Vegagerð Fornminjar Landbúnaður Þjóðgarðar Um land allt Tengdar fréttir Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. 5. nóvember 2024 17:43 Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Samið um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. 19. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Í útboðsauglýsingu kemur fram að verkinu skuli að fullu lokið um miðjan ágústmánuð á næsta ári, 2026. Frestur til að skila inn tilboðum er til 4. febrúar næstkomandi. Áður en Gilsfjarðarbrú stytti leiðina um fjörðinn var vegarkaflinn hluti Vestfjarðavegar. Hann liggur um sunnanverðan Gilsfjörð úr Saurbæ og að gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Þar hefur Minjavernd undanfarin ár staðið fyrir endurreisn hins fornfræga staðar í samvinnu við Ólafsdalsfélagið, Vegagerðina og sveitarfélagið Dalabyggð. Uppbygging vegar með bundnu slitlagi er talin ein helsta forsenda þess að hægt sé að byggja þar upp menningartengda ferðaþjónustu. Nýleg mynd úr Ólafsdal að vetrarlagi.Minjavernd Starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins lagði nýlega til að stofnaður yrði þjóðgarður í Dalabyggð. Horft yrði til þess að gestastofa þjóðgarðsins yrði í Ólafsdal. Á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins er Ólafsdal lýst sem einum merkasta menningarminjastað á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir ráku þar á árunum 1880 til 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita á Íslandi. Skólahûsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf. Ólafsdalur um aldamótin 1900. Byggingar búnaðarskólans mynduðu lítið þorp.Stjórnarráðið Á heimasíðu Minjaverndar kemur fram að unnið hafi verið að endurbyggingu og endurgerð fjögurra húsa sem fyrir voru; Smíðastofu, Mjólkurhúss, Fjóss og Haughúss. Jafnframt hafi verið reistar tvær byggingar sem ekki voru fyrir, Jarðskemma nokkru frá húsunum og Lækjarhús sem hýsa muni lager og tæknirými svæðisins. Þá hafi verið unnið að viðgerðum og endurbyggingu Skólahússins sjálfs. Samhliða þessum framkvæmdum sé unnið við stígagerð um Ólafsdal, fornleifauppgröft víkingaaldarskála innar í dalnum og uppsetningu á merkingum og upplýsingum um líf og starf í dalnum frá upphafi landnáms til nútíma. Stöð 2 fjallaði um endurreisn Ólafsdals í þessari frétt árið 2017: Einnig var fjallað um Ólafsdal í þættinum Um land allt árið 2017 þar sem Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um gullna söguhringinn um Dalabyggð:
Dalabyggð Vegagerð Fornminjar Landbúnaður Þjóðgarðar Um land allt Tengdar fréttir Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. 5. nóvember 2024 17:43 Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Samið um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. 19. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. 5. nóvember 2024 17:43
Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00
Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54
Samið um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. 19. ágúst 2015 17:14