Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 12:18 Frá Seyðisfirði í snjóflóðunum árið 2023. Vísir/Sigurjón Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa. Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira