Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. janúar 2025 11:31 Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Steinunn Bragadóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar