Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2025 07:54 Appelsínugular og gular viðvaranir eru víða i gildi á landinu. Myndin er úr safni. Vísir/Jóhann K. Víða er ófært á landinu vegna norðaustanhríðarinnar en appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á stærstum hluta landsins fram eftir degi. Á vef Vegagerðinnar segir að á Vestfjörðum sé hálka, hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum leiðum. Þæfingur sé í Súgandafirði en ófært á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Gemlufallsheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði er sömuleiðis ófær vegna snjóa. Ófært er á Siglufjarðarvegi og er þæfingur víða í Eyjafirði með snjókomu en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á vegum á Norðurlandi. Öxnadalsheiði er sömuleiðis lokuð og koma næstu upplýsingar um klukkan 10. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og koma næstu upplýsingar klukkan 13. Þæfingur, snjóþekja eða hálka er víðast hvar á vegum og töluverður skafrenningur. Ófært er á Hófaskarði, Hólaheiði. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Snjóþekja, þæfingur eða þungfært er á flestum leiðum á Austurlandi sem ekki eru ófærar eða lokaðar. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Öxi og Breiðdalsheiði sem og milli Breiðdalsvíkur og Þvottár. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Vegurinn í Norðfjörð fyrir austan er lokaður. Þá er hringvegurinn lokaður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur þar sem snjóflóð hefur fallið yfir veginn í Kambanesskriðum. Næstu upplýsingar koma um klukkan 10. Þá er hringvegurinn lokaður milli Hafnar og Djúpavogs þar sem snjóflóð hefur fallið í Hvalnesskriðum. Vegurinn um Fjarðarheiði er sömuleiðis lokaður. Um höfuðborgarsvæðið segir að eftir hitabreytingar undanfarna daga hafi myndast slæmar holur víða. Vegfarendur er beðnir að hafa það í huga og aka varlega. Unnið er að viðgerðum eins og hratt og hægt er. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir er á flestum vegum. Færð á vegum Tengdar fréttir Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20. janúar 2025 07:15 Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19. janúar 2025 11:09 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Sjá meira
Á vef Vegagerðinnar segir að á Vestfjörðum sé hálka, hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum leiðum. Þæfingur sé í Súgandafirði en ófært á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Gemlufallsheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði er sömuleiðis ófær vegna snjóa. Ófært er á Siglufjarðarvegi og er þæfingur víða í Eyjafirði með snjókomu en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á vegum á Norðurlandi. Öxnadalsheiði er sömuleiðis lokuð og koma næstu upplýsingar um klukkan 10. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og koma næstu upplýsingar klukkan 13. Þæfingur, snjóþekja eða hálka er víðast hvar á vegum og töluverður skafrenningur. Ófært er á Hófaskarði, Hólaheiði. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Snjóþekja, þæfingur eða þungfært er á flestum leiðum á Austurlandi sem ekki eru ófærar eða lokaðar. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Öxi og Breiðdalsheiði sem og milli Breiðdalsvíkur og Þvottár. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Vegurinn í Norðfjörð fyrir austan er lokaður. Þá er hringvegurinn lokaður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur þar sem snjóflóð hefur fallið yfir veginn í Kambanesskriðum. Næstu upplýsingar koma um klukkan 10. Þá er hringvegurinn lokaður milli Hafnar og Djúpavogs þar sem snjóflóð hefur fallið í Hvalnesskriðum. Vegurinn um Fjarðarheiði er sömuleiðis lokaður. Um höfuðborgarsvæðið segir að eftir hitabreytingar undanfarna daga hafi myndast slæmar holur víða. Vegfarendur er beðnir að hafa það í huga og aka varlega. Unnið er að viðgerðum eins og hratt og hægt er. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir er á flestum vegum.
Færð á vegum Tengdar fréttir Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20. janúar 2025 07:15 Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19. janúar 2025 11:09 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Sjá meira
Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20. janúar 2025 07:15
Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19. janúar 2025 11:09