Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 08:33 Sara Björk Gunnarsdóttir kom fyrst til baka eftir barnsburð sem leikmaður Juventus en hún spilar nú í Sádi Arabíu. Getty/Giorgio Perottino Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro) Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro)
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira