Solskjær: Lét mig vinna launalaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 23:31 Það lá mjög vel á Ole Gunnar Solskjær á fyrsta blaðamannafundi hans eftir að hann tók við liði Besiktas í Tyrklandi. Getty/Saycan Sayim Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum. Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það. Tyrkneski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira