Solskjær: Lét mig vinna launalaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 23:31 Það lá mjög vel á Ole Gunnar Solskjær á fyrsta blaðamannafundi hans eftir að hann tók við liði Besiktas í Tyrklandi. Getty/Saycan Sayim Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum. Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það. Tyrkneski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti