Sport

Dag­skráin í dag: Átta NBA leikir í boði

Siggeir Ævarsson skrifar
Sjóðheitir Houston Rockets liðar taka á móti ilvolgu liði Detroit Pistons klukkan 19:00 að íslenskum tíma
Sjóðheitir Houston Rockets liðar taka á móti ilvolgu liði Detroit Pistons klukkan 19:00 að íslenskum tíma vísir/Getty

Það er temmilega rólegur mánudagur í kortunum á rásum Stöðvar 2 Sport en á Stöð 2 Sport 3 verður þó boðið upp á körfuboltaveislu í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Spekingarnir í Lögmáli leiksins mæta á skjáinn klukkkan 20:00.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19:00 fer NBA 360 í loftið en þetta er sérstök útsending frá NBA þar sem fylgst er með átta leikjum samtímis og skipt á milli leikjanna. Skiptiborð þeirra í Ameríkuhreppi segja sumir.

Vodafone Sport

Viðureign Al Ettifaq og Al Ahli í Sádí arabísku deildinni er á dagskrá klukkan 16:55.

Um kvöldið verður svo boðið upp á tvo NHL leiki. Klukkan 20:05 fer viðureign Avalanche og Wild í loftið og klukkan 23:05 eru það Knights og Blues sem mætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×