Sport

Dag­skráin í dag: Banda­rískar deildir fyrir­ferða­miklar

Siggeir Ævarsson skrifar
Jimmy Butler er ekki lengur í banni hjá Miami Heat en ætli það verði búið að skipta honum í annað lið áður en leikur kvöldsins hefst?
Jimmy Butler er ekki lengur í banni hjá Miami Heat en ætli það verði búið að skipta honum í annað lið áður en leikur kvöldsins hefst? vísir/Getty

Það eru leikir úr ýmsum áttum á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en kvöldið tilheyrir bandarískum íþróttum, körfu- og fótbolta.

Stöð 2 Sport

Grindavík, fjórði þáttur af sex, er á dagskrá klukkan 20:00. Íbúar Grindavíkur horfast í augu við nýjan veruleika og uppkaup verða á fasteignum í Grindavík. Körfuboltalið bæjarins kemst í 8 liða úrslit úrslitakeppninnar og eygir möguleikann á sögulegum Íslandsmeistaratitli.

Stöð 2 Sport 2

Viðureign Eagles og Rams í NFL-deildinni er í beinni klukkkan 20:00. Síðar um kvöldið, klukkan 23:30, er svo leikur Bills og Ravens á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Miami Heat og San Antonio Spurs mætast í NBA-deildinni klukkan 20:00.

Vodafone Sport

Leeds og Sheffield Wednesday mætast í ensku  B-deildinni klukkan 11:55 en með sigri getur Leeds tyllt sér á topp deildarinnar.

Klukkan 14:25 er svo leikur Union Berlin og Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dagskrá og leikur  Werder Bremen og Augsburg í sömu deild er svo í beinni klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×