Margt var um manninn á fyrstu frumsýningu ársins í Tjarnarbíói í gærkvöldi.
Það var margt um manninn í Tjarnarbíói í gærkvöldi þegar fyrsta leiksýning ársins „Ífigeníu í Ásbrú“ var frumsýnd. Um er að ræða breskt verðlaunaverk eftir Gary Owen sem hefur farið sigurför um heiminn. Áhorfendur virtust mjög hrifnir og hlaut sýningin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu.
Leikkonan Þórey Birgisdóttir fer með hlutverk Ífígeníu og Anna María Tómasdóttir leikstýrir.
Verkið fjallar um Ífí, stelpuna sem þú tekur sveig framhjá þegar þú mætir henni hauslausri fyrir hádegi. En það sem þú veist ekki er að þú stendur í ævilangri þakkarskuld við hana. Og nú er komið að skuldadögum. Ífigenía er mætt til Ísland og leigir herbergi á Ásbrú og gerir allt vitlaust á Suðurnesjunum.
Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga mættu á sýninguna. Þar má nefna Birgittu Haukdal, Bergþór Pálsson, Albert Eiríksson, Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnabíós, Kristinn Óli Haraldsson, betur sem Króli, Vigdís Hafliðadóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Oddur Júlíusson, Ellen Margrét Bæhrenz, Arnmundur Ernst og Berglind Festival, svo fáir einir séu nefndir.
Ljósmyndarinn Owen Fiene fangaði nokkur augnablik á filmu og tók myndir af prúðbúnum frumsýningargestum.
Eygló Hilmars, Ebba Katrín og Hákon Jóhannesson í góðum félagsskap. Owen FieneSnæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í Tjarnarbíói.Owen FieneAlbert Eiríksson og Bergþór Pálsson.Owen FieneGleði, gleði, gleði. Owen FieneOwen FieneÁhorfendur stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni.Owen FieneÞórey fær innilegt faðmlag eftir sýninguna.Owen FieneHjónin Arnmundur Ernst Backman og Ellen Margrét Bæhrenz.Owen FieneFólk var ánægt með sýninguna.Owen FieneOwen FieneGígja Hilmarsdóttir í góðum félagsskap.Owen FieneOwen FieneListaparið Oddur Júlíusson og Ebba Katrín Finnsdóttir.Owen FieneBerglind Pétursdóttir í góðum félagsskap dansara.Owen FieneSnæbjörn fagnaði með sínu fólki. Owen FieneArnar Orri Bjarnason og Halla Harðardóttir voru í góðum gír.Owen FieneRAgnheiður Maisol og Ragnar Ísleifur Bragason.Owen FieneFjórar fræknu í banagír.Owen FieneBerglind Festival alltaf tilbúin að brosa í myndavélina.Owen FieneÞórey Birgissdóttir og vinkona.Owen FieneOwen FieneVigdís Hafliðadóttir og Króli í góðum félagsskap vina og vandamanna.Owen FieneOwen Fiene
Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann.
„Maður þarf bara að halda sér á tánum, vinna hart, halda alltaf áfram og reyna að skapa sér tækifæri sjálfur. Ekki sitja bara og bíða eftir símtali,“ segir leikkonan Eygló Hilmarsdóttir en hún fer með hlutverk í sýningunni Sund sem er frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld. Eygló ræddi við blaðamann um marglaga samband sitt við sundið, sjokkið við að útskrifast úr LHÍ og óhefðbundnar leiðir í leiklistinni.