Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. janúar 2025 14:19 Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, mun ekki starfa áfram með Sölva Geir Ottesen sem að líkindum tekur við af Arnari sem aðalþjálfari Víkings. Vísir/Anton Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. Arnar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna nýja starfsins og var spurður út í þjálfarateymið, eins og sjá má hér að neðan. Arnar kveðst þegar hafa átt fund með Davíð Snorra Jónassyni, aðstoðarþjálfara Åge Hareide, sem verður áfram í því starfi. Arnar vill raunar halda öllu þjálfarateymi Hareide að einum manni undanskildum. Sölvi Geir Ottesen hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars í Víkinni undanfarin misseri.Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen verður að líkindum kynntur sem arftaki Arnars í starfi þjálfara hjá Víkingi fyrir vikulok og segir Arnar gefa auga leið að Sölvi haldi ekki áfram í starfi hjá sambandinu. Sölvi Geir hefur starfað sem sértækur þjálfari í föstum leikatriðum hjá landsliðinu síðustu misseri samhliða starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingi. „Ég vil halda eiginlega bara öllum. Það gefur auga leið, ég vona að ég sé ekki að gefa upp einhver hernaðarleyndamál, að Sölvi verður væntanlega næsti þjálfari Víkings. Þess vegna vil ég ekki sjá hann hérna í Laugardalnum. Það er ekki hægt og ég held að allir skilji það,“ sagði Arnar á fundinum. Hann var þá spurður hvort hann hyggðist bæta fleirum við teymið og hvort það væri alfarið staðfest að Sölvi yrði ekki áfram. „Ég er opinberlega búinn að reka hann á þessum fundi. Hann verður ekki áfram. Sorry Sölvi. Ég held að við þurfum ekki að bæta við en við þurfum að finna mann í það starf,“ segir Arnar. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi hér og má sjá hann í heild. Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
Arnar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna nýja starfsins og var spurður út í þjálfarateymið, eins og sjá má hér að neðan. Arnar kveðst þegar hafa átt fund með Davíð Snorra Jónassyni, aðstoðarþjálfara Åge Hareide, sem verður áfram í því starfi. Arnar vill raunar halda öllu þjálfarateymi Hareide að einum manni undanskildum. Sölvi Geir Ottesen hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars í Víkinni undanfarin misseri.Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen verður að líkindum kynntur sem arftaki Arnars í starfi þjálfara hjá Víkingi fyrir vikulok og segir Arnar gefa auga leið að Sölvi haldi ekki áfram í starfi hjá sambandinu. Sölvi Geir hefur starfað sem sértækur þjálfari í föstum leikatriðum hjá landsliðinu síðustu misseri samhliða starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingi. „Ég vil halda eiginlega bara öllum. Það gefur auga leið, ég vona að ég sé ekki að gefa upp einhver hernaðarleyndamál, að Sölvi verður væntanlega næsti þjálfari Víkings. Þess vegna vil ég ekki sjá hann hérna í Laugardalnum. Það er ekki hægt og ég held að allir skilji það,“ sagði Arnar á fundinum. Hann var þá spurður hvort hann hyggðist bæta fleirum við teymið og hvort það væri alfarið staðfest að Sölvi yrði ekki áfram. „Ég er opinberlega búinn að reka hann á þessum fundi. Hann verður ekki áfram. Sorry Sölvi. Ég held að við þurfum ekki að bæta við en við þurfum að finna mann í það starf,“ segir Arnar. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi hér og má sjá hann í heild.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
„Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55