„Notum kvöldið í að sleikja sárin“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. janúar 2025 21:41 Ágúst Jóhannsson var svekktur eftir leik vísir / anton brink Valur tapaði gegn Haukum á útivelli 28-23. Þetta var fyrsta tap Vals á tímabilinu og Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með spilamennsku liðsins. „Mér fannst Haukar betri á öllum sviðum og ég óska þeim til hamingju. Við vorum lélegar varnarlega og fengum ekki hraðaupphlaup. Við vorum að skjóta illa og þær voru að verja vel, “ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við breyttum um vörn. Við vorum að fá mikið af tveggja mínútna brottvísunum sem mér fannst ódýrt og síðan vorum við í miklum vandræðum sóknarlega og vorum með slaka skotnýtingu.“ Aðspurður út í gula spjaldið sem Ágúst fékk í hálfleik sagðist hann ekki vita af hverju en í síðari hálfleik fékk Ágúst tveggja mínútna brottvísun og viðurkenndi að þar hafi hann farið yfir strikið. „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég skil það ekki og hann gat ekki svarað því af hverju hann var að gefa mér gult spjald.“ „Þetta var sárasaklaust og þetta var sérstakt en mér fannst dómararnir góðir í leiknum.“ Ágúst hafði ekki áhyggjur af því að þessi úrslit myndu trufla næsta leik Vals á laugardaginn sem er afar mikilvægur þar sem liðið spilar í Evrópukeppninni gegn Malaga á heimavelli. „Við ræddum saman inni í klefa og við notum kvöldið í að sleikja sárin. Við ætlum að vera tilbúin og við vitum að við erum að fara spila við besta liðið á Spáni sem er atvinnumannalið. Við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru stuðning áhorfenda og ég vona að hinn almenni handboltaáhugamaður mæti og styðji við bakið á stelpunum,“ sagði Ágúst að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira
„Mér fannst Haukar betri á öllum sviðum og ég óska þeim til hamingju. Við vorum lélegar varnarlega og fengum ekki hraðaupphlaup. Við vorum að skjóta illa og þær voru að verja vel, “ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við breyttum um vörn. Við vorum að fá mikið af tveggja mínútna brottvísunum sem mér fannst ódýrt og síðan vorum við í miklum vandræðum sóknarlega og vorum með slaka skotnýtingu.“ Aðspurður út í gula spjaldið sem Ágúst fékk í hálfleik sagðist hann ekki vita af hverju en í síðari hálfleik fékk Ágúst tveggja mínútna brottvísun og viðurkenndi að þar hafi hann farið yfir strikið. „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég skil það ekki og hann gat ekki svarað því af hverju hann var að gefa mér gult spjald.“ „Þetta var sárasaklaust og þetta var sérstakt en mér fannst dómararnir góðir í leiknum.“ Ágúst hafði ekki áhyggjur af því að þessi úrslit myndu trufla næsta leik Vals á laugardaginn sem er afar mikilvægur þar sem liðið spilar í Evrópukeppninni gegn Malaga á heimavelli. „Við ræddum saman inni í klefa og við notum kvöldið í að sleikja sárin. Við ætlum að vera tilbúin og við vitum að við erum að fara spila við besta liðið á Spáni sem er atvinnumannalið. Við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru stuðning áhorfenda og ég vona að hinn almenni handboltaáhugamaður mæti og styðji við bakið á stelpunum,“ sagði Ágúst að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira