Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Magnús Jochum Pálsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 15. janúar 2025 21:09 Brúin yfir Ferjukotssíki er fallin á innan við tveimur árum frá byggingu. Vísir/Elín Nýleg brú hrundi í vatnavöxtum á Vesturlandi. Að sögn Vegagerðar átti hún að standa mun lengur en íbúar á svæðinu höfðu gagnrýnt smíðina og segja málið algjört klúður. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í jakahlaupi í morgun en hér hafa verið miklir vatnavextir í leysingum undanfarinna daga. Brúin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fólk og bændur hér á svæðinu en hún er innan við tveggja ára gömul. Vonir stóðu til að brúin myndi endast í að minnsta kosti átta ár í viðbót. „Það hefur safnast saman klakastífla undir hana og rifið hana upp af öðrum stöplinum og svo í kjölfarið virðast staurarnir öðrum megin hafa brotnað og gefið sig,“ segrir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Það hlýtur að vera slæmt fyrir ykkur að missa brúna. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkur hér í nágrenninu? „Þetta tekur náttúrulega landið okkar í sundur þannig við þurfum mikið á þessari brú að halda,“ segir Heiða Dís Fjeldsted, íbúi í Ferjukoti. Heiða Dís telur brúna algjört klúður. „Við höfum aðra leið til að komast í Borgarnes héðan. Ég er með hross hinum megin og heyið mitt. Auðvitað viljum við hafa brú, það er ekki nema eitt og hálft ár síðan þessi brú kom. Allir hér sögðu að þetta virkaði ekki að byggja hana svona.“ Vegagerðin taldi að brúin myndi endast í ljósi hæðar hennar. Bændur segja byggingu bráðabirgðabrúar vera klúður. „Hún er hærri en gamla brúin svo er bara spurning um staðsetningu eða hæðina sem þarf að fara yfir þegar svigrúm gefst þegar þetta at er búið,“ segir Pálmi Þór Dýrt spaug Var klúður að byggja svona bráðabirgðabrú og verja fjármagni í hana sem tórði svo ekki í tvö ár? „Ég myndi segja það. Ég hef heyrt ýmsar upphæðir en hugsa að þetta hafi kostað yfir 200 milljónir. Að byggja bráðabirgðabrú er svolítið dýrt fyrir þennan pening,“ segir Heiða Dís. „Þetta var hugsað sem bráðabirgðabrú til tíu-fimmtán þar til hægt væri að fara í stærri framkvæmdir hérna. Við þurfum bara að taka stöðuna og meta hana með okkar fólki,“ segir Pálmi Þór. Á hverju strandar það að hægt sé að fara hraðar í umfangsmeiri framkvæmdir og betri brú? „Þetta snýst náttúrulega bara um fjárveitingar eins og allt annað,“ segir Pálmi Þór. Hér má sjá byggingu stoðanna sem hrundu.aðsend mynd Vatn byrjað að flæða inn í hús „Það eru miklir vatnavextir út um allt og mikið búið að ganga á í morgun og í dag. Virðast nú ekki vera miklar skemmdir neins staðar annars staðar. Við vonum að það haldi bara og bindum vonir við að þetta verði ekki meira tjón en þetta, sem er alveg nóg,“ sagði Pálmi. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í vatnavöxtum í morgun. Vegna vatnavaxta eru heilu túnin komin undir vatn á svæðinu. Er byrjað að koma vatn inn í húsin? „Já, það byrjaði að renna vatn inn í hús fyrir hálftíma síðan. Við erum með dælur sem dæla því vonandi út,“ sagði Heiða Dís í viðtali við fréttastofu síðdegis. Vatn er byrjað að flæða inn í hús á Vesturlandi eins og sjá má á myndinni.Vísir/Elín Borgarbyggð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í jakahlaupi í morgun en hér hafa verið miklir vatnavextir í leysingum undanfarinna daga. Brúin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fólk og bændur hér á svæðinu en hún er innan við tveggja ára gömul. Vonir stóðu til að brúin myndi endast í að minnsta kosti átta ár í viðbót. „Það hefur safnast saman klakastífla undir hana og rifið hana upp af öðrum stöplinum og svo í kjölfarið virðast staurarnir öðrum megin hafa brotnað og gefið sig,“ segrir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Það hlýtur að vera slæmt fyrir ykkur að missa brúna. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkur hér í nágrenninu? „Þetta tekur náttúrulega landið okkar í sundur þannig við þurfum mikið á þessari brú að halda,“ segir Heiða Dís Fjeldsted, íbúi í Ferjukoti. Heiða Dís telur brúna algjört klúður. „Við höfum aðra leið til að komast í Borgarnes héðan. Ég er með hross hinum megin og heyið mitt. Auðvitað viljum við hafa brú, það er ekki nema eitt og hálft ár síðan þessi brú kom. Allir hér sögðu að þetta virkaði ekki að byggja hana svona.“ Vegagerðin taldi að brúin myndi endast í ljósi hæðar hennar. Bændur segja byggingu bráðabirgðabrúar vera klúður. „Hún er hærri en gamla brúin svo er bara spurning um staðsetningu eða hæðina sem þarf að fara yfir þegar svigrúm gefst þegar þetta at er búið,“ segir Pálmi Þór Dýrt spaug Var klúður að byggja svona bráðabirgðabrú og verja fjármagni í hana sem tórði svo ekki í tvö ár? „Ég myndi segja það. Ég hef heyrt ýmsar upphæðir en hugsa að þetta hafi kostað yfir 200 milljónir. Að byggja bráðabirgðabrú er svolítið dýrt fyrir þennan pening,“ segir Heiða Dís. „Þetta var hugsað sem bráðabirgðabrú til tíu-fimmtán þar til hægt væri að fara í stærri framkvæmdir hérna. Við þurfum bara að taka stöðuna og meta hana með okkar fólki,“ segir Pálmi Þór. Á hverju strandar það að hægt sé að fara hraðar í umfangsmeiri framkvæmdir og betri brú? „Þetta snýst náttúrulega bara um fjárveitingar eins og allt annað,“ segir Pálmi Þór. Hér má sjá byggingu stoðanna sem hrundu.aðsend mynd Vatn byrjað að flæða inn í hús „Það eru miklir vatnavextir út um allt og mikið búið að ganga á í morgun og í dag. Virðast nú ekki vera miklar skemmdir neins staðar annars staðar. Við vonum að það haldi bara og bindum vonir við að þetta verði ekki meira tjón en þetta, sem er alveg nóg,“ sagði Pálmi. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í vatnavöxtum í morgun. Vegna vatnavaxta eru heilu túnin komin undir vatn á svæðinu. Er byrjað að koma vatn inn í húsin? „Já, það byrjaði að renna vatn inn í hús fyrir hálftíma síðan. Við erum með dælur sem dæla því vonandi út,“ sagði Heiða Dís í viðtali við fréttastofu síðdegis. Vatn er byrjað að flæða inn í hús á Vesturlandi eins og sjá má á myndinni.Vísir/Elín
Borgarbyggð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira