Álaborg, sem Martins leikur með, greindi í dag frá því að þeim hafi verið tjáð að Martins yrði ekki með á HM þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi í undirbúningi portúgalska liðsins fyrir mótið.
Samkvæmt framkvæmdastjóra Álaborgar, Jan Larsen, segir að Martins þvertaki fyrir að hafa tekið inn ólögleg lyf. Hann hafi óskað eftir niðurstöðum B-sýnis sem gæti sannað sakleysi hans.
Ljóst er þó að Martins spilar ekki með Portúgal á HM sem hófst í gær. Portúgalir mæta Bandaríkjamönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í dag. Auk Portúgals og Bandaríkjanna eru Noregur og Brasilía í E-riðli heimsmeistaramótsins.
Martins, sem er 27 ára, hefur átt stóran þátt í uppgangi portúgalska landsliðsins á síðustu árum. Hann gekk í raðir Álaborgar frá Pick Szeged fyrir þetta tímabil. Hann er uppalinn hjá Porto og lék með liðinu til 2021.