Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2025 10:34 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Vísir/Einar Landsnet endurgreiðir sex raforkuframleiðendum samtals um þrjá milljarða króna í dag vegna svokallaðs innmötunargjalds, þar af Landsvirkjun 2,4 milljarða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun en gjaldið var hluti af flutningsgjöldum Landsnets og var lagt á í byrjun árs 2022. „Það var innheimt í 18 mánuði, fram til september 2023. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði gjaldtökuna ólögmæta 5. júní sl. og staðfesti þar með niðurstöðu fyrri dómstiga. Landsvirkjun endurgreiðir viðskiptavinum sínum í dag þá upphæð sem rukkuð var á tímabilinu sem innmötunargjaldið var innheimt. Viðskiptavinum okkar hefur verið tilkynnt um endurgreiðsluna og jafnframt að hér sé einungis um að ræða höfuðstól, því enn er verið að semja um vaxtagreiðslur. Gjaldinu mótmælt frá upphafi Landsvirkjun mótmælti gjaldtöku Landsnets frá upphafi og taldi að ekki væru lagalegar forsendur fyrir henni. Í samningum við stórnotendur er almennt kveðið á um að raforkukaupandi beri ábyrgð á greiðslu flutningsgjalda. Með tilkomu innmötunargjalds færðist hluti flutningskostnaðar frá stórnotendum til Landsvirkjunar. Gjaldskrá flutningsgjalda hefur nú verið færð aftur til fyrra horfs,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Hinir fimm raforkuframleiðendurnir sem um ræðir eru HS Orka, Orka náttúrunnar, Orkusalan, Fallorka, Orkubú Vestfjarða. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun vann og neytendur borga brúsann Hæstiréttur hefur dæmt innheimtu Landsnets á svokölluðu aflgjaldi af framleiðendum raforku ólögmæta. Sama niðurstaða á neðri dómstigum gerði það að verkum að Landsnet færði aflgjaldið yfir á notendur raforku, neytendur. 5. júní 2024 14:26 Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun en gjaldið var hluti af flutningsgjöldum Landsnets og var lagt á í byrjun árs 2022. „Það var innheimt í 18 mánuði, fram til september 2023. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði gjaldtökuna ólögmæta 5. júní sl. og staðfesti þar með niðurstöðu fyrri dómstiga. Landsvirkjun endurgreiðir viðskiptavinum sínum í dag þá upphæð sem rukkuð var á tímabilinu sem innmötunargjaldið var innheimt. Viðskiptavinum okkar hefur verið tilkynnt um endurgreiðsluna og jafnframt að hér sé einungis um að ræða höfuðstól, því enn er verið að semja um vaxtagreiðslur. Gjaldinu mótmælt frá upphafi Landsvirkjun mótmælti gjaldtöku Landsnets frá upphafi og taldi að ekki væru lagalegar forsendur fyrir henni. Í samningum við stórnotendur er almennt kveðið á um að raforkukaupandi beri ábyrgð á greiðslu flutningsgjalda. Með tilkomu innmötunargjalds færðist hluti flutningskostnaðar frá stórnotendum til Landsvirkjunar. Gjaldskrá flutningsgjalda hefur nú verið færð aftur til fyrra horfs,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Hinir fimm raforkuframleiðendurnir sem um ræðir eru HS Orka, Orka náttúrunnar, Orkusalan, Fallorka, Orkubú Vestfjarða.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun vann og neytendur borga brúsann Hæstiréttur hefur dæmt innheimtu Landsnets á svokölluðu aflgjaldi af framleiðendum raforku ólögmæta. Sama niðurstaða á neðri dómstigum gerði það að verkum að Landsnet færði aflgjaldið yfir á notendur raforku, neytendur. 5. júní 2024 14:26 Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Landsvirkjun vann og neytendur borga brúsann Hæstiréttur hefur dæmt innheimtu Landsnets á svokölluðu aflgjaldi af framleiðendum raforku ólögmæta. Sama niðurstaða á neðri dómstigum gerði það að verkum að Landsnet færði aflgjaldið yfir á notendur raforku, neytendur. 5. júní 2024 14:26
Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. 18. janúar 2024 09:00