„Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 20:17 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Öflugusta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Prófessor í jarðeðlisfræði segir skjálftahrinuna óvanalega. „Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“ Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
„Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent