Varnarmaðurinn Book var kominn á þrítugsaldur þegar hann mætti til Manchester til að binda saman vörn liðsins. Lék hann fyrir félagið frá 1966 til 1974.
Ásamt því að verða Englands- og bikarmeistari þá vann miðvörðurinn einnig deildarbikarinn sem og Evrópukeppni bikarhafa sem leikmaður.
Eftir að skórnir fóru á hilluna þá stýrði Book liðinu um fimm ára skeið, frá 1974 til 1979. Undir hans stjórn vann liðið einnig deildarbikarinn árið 1976. Hann stýrði liðinu svo einnig tímabundið tíð árin 1989 og 1993.
Hann var 90 ára gamall þegar hann lést.