Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:39 Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir atburðarásina minna á þá sem varð fyrir eldgosið í Holuhrauni. Vísir/Vilhelm Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“ Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10
Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38
Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19