Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Jón Þór Stefánsson skrifar 14. janúar 2025 14:41 Hafsteinn Daníel Þorsteinsson læknir var verktaki hjá HSU á Kirkjubæjarklaustri. Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, læknir sem starfaði sem verktaki hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri, kom skyndilega að lokuðum dyrunum hjá Sögu, kerfi sem sér um rafræna sjúkraskrá, þegar hann ætlaði að skrá dánarvottorð. Honum skilst að þjónustu hans sé ekki lengur óskað. „Þetta er laukrétt. Það atvikaðist þannig að á mánudaginn [6. janúar] kom í ljós, þegar ég ætlaði að sinna mínum störfum, þá var búið að loka fyrir Sögu-aðgang minn. Hjúkrunarforstjórinn á Kirkjubæjarklaustri setti sig í samband við meðlim framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þá fékk hún það staðfest, þau stuttu svör að því miður gætu þau ekki lengur haft mig í starfi á Suðurlandi. Það hefur enginn enn þá til dagsins í dag haft samband við mig og upplýst mig um þetta,“ segir Hafsteinn, sem bætir við hjúkrunarforstjóranum hafi ekki verið falið að greina honum frá fregnunum. Hafsteinn tjáði sig um stöðuna hjá HSU í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 3. janúar. Það var síðan mánudaginn eftir, 6. janúar, sem hann kemst ekki inn á Sögu. Þá ræddi hann um læknaskort í umdæmdi HSU í sambandi við látinn mann sem ekki fékkst úrskurðaður látinn vegna læknaskorts í Rangárþingi. Þar sagði Hafsteinn að of oft myndist aðstæður sem séu hættulegar í umdæminu. „Ég gef mér þá það að þetta sé vegna þess að ég tjáði mig um stöðu heilbrigðismála í fréttum. Að þetta séu þeirra viðbrögð, að útiloka mig frá frekari störfum,“ segir Hafsteinn. Umfjöllun Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hann segist hafa leitað sér lagalegrar ráðgjafar og íhugar næstu skref. Honum finnst ekki bara illa staðið að uppsögninni, heldur telur hann hana jafnframt stangast á við lög. Jafnframt segir hann ljóst að hagsmunir íbúa á svæðinu séu ekki hafðir í fyrirrúmi þegar þessi ákvörðun er tekin. Á Kirkjubæjarklaustri er starfandi læknir með viðveru í um það bil tvær vikur í mánuði. Hinar vikurnar er viðbragðsaðilinn hjúkrunarfræðingur á vakt, en hann getur haft samband við Hafstein þessar vikur alla tíma sólarhringsins. Að sögn Hafsteins sá hann um ýmis störf sem hægt er að sinna í fjarlækningum. Þessi samningur hafi verið gerður fyrir um það bil þremur árum, en Hafsteinn segist hafa unnið við reglulegar afleysingar á svæðinu í meira en tíu ár. Eftirlitið ótengt fréttaflutningi Í svari HSU við fyrirspurn fréttastofu segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri heilsugæslu- og forvarnarsviðs stofnunarinnar, að þeim sé óheimilt að tjá sig um einstaka starfsmenn. Hins vegar segir hún HSU vinna samkvæmt reglugerð um sjúkraskrá, og vísar til 7. greinar þeirrar reglugerðar. „Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu skulu hafa aðgang að sjúkraskrárupplýsingum sem nauðsyn ber til vegna starfa þeirra. Landlæknir gefur út fyrirmæli um öryggi og gæði sjúkraskráa þar sem tilgreindar eru aðgangsreglur og aðgangsheimildir sem byggjast meðal annars á starfsgrein og stöðu. Þau fyrirmæli skulu sett að fenginni umsögn Persónuverndar og skulu þau samrýmast reglum Persónuverndar um upplýsingaöryggi. Ábyrgðaraðili sjúkraskráa ber ábyrgð á að unnið sé eftir þessum fyrirmælum. Ávallt skal tryggt að allir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu undirriti trúnaðaryfirlýsingu. Allur aðgangur starfsmanna að sjúkraskrárupplýsingum skal skráður sem og breytingar sem gerðar eru á aðgangi einstakra notenda. Umsjónaraðili sjúkraskráa á hverri stofnun ber ábyrgð á að fylgst sé reglulega með því að aðgangur sé í samræmi við reglur og til staðar skulu vera sérstakar verklagsreglur er lýsa því eftirliti. Þegar um sameiginlegt sjúkraskrárkerfi er að ræða skv. 20. gr. laga um sjúkraskrár er það á ábyrgð umsjónaraðila sjúkraskráa að tryggja að reglulega sé fylgst með að aðgangur sé í samræmi við reglur“ Þá segir í svari HSU að í reglulegu eftirliti, sem fari fram mánaðarlega, á aðgangsmálum sé lokað á aðganga sem ekki uppfylla ofangreindar kröfur. Eftirlitið og ákvarðanir sem byggi á því séu ótengdar áðurnefndum fréttaflutningi Stöðvar 2. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Skaftárhreppur Heilbrigðismál Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Þetta er laukrétt. Það atvikaðist þannig að á mánudaginn [6. janúar] kom í ljós, þegar ég ætlaði að sinna mínum störfum, þá var búið að loka fyrir Sögu-aðgang minn. Hjúkrunarforstjórinn á Kirkjubæjarklaustri setti sig í samband við meðlim framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þá fékk hún það staðfest, þau stuttu svör að því miður gætu þau ekki lengur haft mig í starfi á Suðurlandi. Það hefur enginn enn þá til dagsins í dag haft samband við mig og upplýst mig um þetta,“ segir Hafsteinn, sem bætir við hjúkrunarforstjóranum hafi ekki verið falið að greina honum frá fregnunum. Hafsteinn tjáði sig um stöðuna hjá HSU í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 3. janúar. Það var síðan mánudaginn eftir, 6. janúar, sem hann kemst ekki inn á Sögu. Þá ræddi hann um læknaskort í umdæmdi HSU í sambandi við látinn mann sem ekki fékkst úrskurðaður látinn vegna læknaskorts í Rangárþingi. Þar sagði Hafsteinn að of oft myndist aðstæður sem séu hættulegar í umdæminu. „Ég gef mér þá það að þetta sé vegna þess að ég tjáði mig um stöðu heilbrigðismála í fréttum. Að þetta séu þeirra viðbrögð, að útiloka mig frá frekari störfum,“ segir Hafsteinn. Umfjöllun Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hann segist hafa leitað sér lagalegrar ráðgjafar og íhugar næstu skref. Honum finnst ekki bara illa staðið að uppsögninni, heldur telur hann hana jafnframt stangast á við lög. Jafnframt segir hann ljóst að hagsmunir íbúa á svæðinu séu ekki hafðir í fyrirrúmi þegar þessi ákvörðun er tekin. Á Kirkjubæjarklaustri er starfandi læknir með viðveru í um það bil tvær vikur í mánuði. Hinar vikurnar er viðbragðsaðilinn hjúkrunarfræðingur á vakt, en hann getur haft samband við Hafstein þessar vikur alla tíma sólarhringsins. Að sögn Hafsteins sá hann um ýmis störf sem hægt er að sinna í fjarlækningum. Þessi samningur hafi verið gerður fyrir um það bil þremur árum, en Hafsteinn segist hafa unnið við reglulegar afleysingar á svæðinu í meira en tíu ár. Eftirlitið ótengt fréttaflutningi Í svari HSU við fyrirspurn fréttastofu segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri heilsugæslu- og forvarnarsviðs stofnunarinnar, að þeim sé óheimilt að tjá sig um einstaka starfsmenn. Hins vegar segir hún HSU vinna samkvæmt reglugerð um sjúkraskrá, og vísar til 7. greinar þeirrar reglugerðar. „Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu skulu hafa aðgang að sjúkraskrárupplýsingum sem nauðsyn ber til vegna starfa þeirra. Landlæknir gefur út fyrirmæli um öryggi og gæði sjúkraskráa þar sem tilgreindar eru aðgangsreglur og aðgangsheimildir sem byggjast meðal annars á starfsgrein og stöðu. Þau fyrirmæli skulu sett að fenginni umsögn Persónuverndar og skulu þau samrýmast reglum Persónuverndar um upplýsingaöryggi. Ábyrgðaraðili sjúkraskráa ber ábyrgð á að unnið sé eftir þessum fyrirmælum. Ávallt skal tryggt að allir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu undirriti trúnaðaryfirlýsingu. Allur aðgangur starfsmanna að sjúkraskrárupplýsingum skal skráður sem og breytingar sem gerðar eru á aðgangi einstakra notenda. Umsjónaraðili sjúkraskráa á hverri stofnun ber ábyrgð á að fylgst sé reglulega með því að aðgangur sé í samræmi við reglur og til staðar skulu vera sérstakar verklagsreglur er lýsa því eftirliti. Þegar um sameiginlegt sjúkraskrárkerfi er að ræða skv. 20. gr. laga um sjúkraskrár er það á ábyrgð umsjónaraðila sjúkraskráa að tryggja að reglulega sé fylgst með að aðgangur sé í samræmi við reglur“ Þá segir í svari HSU að í reglulegu eftirliti, sem fari fram mánaðarlega, á aðgangsmálum sé lokað á aðganga sem ekki uppfylla ofangreindar kröfur. Eftirlitið og ákvarðanir sem byggi á því séu ótengdar áðurnefndum fréttaflutningi Stöðvar 2.
„Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu skulu hafa aðgang að sjúkraskrárupplýsingum sem nauðsyn ber til vegna starfa þeirra. Landlæknir gefur út fyrirmæli um öryggi og gæði sjúkraskráa þar sem tilgreindar eru aðgangsreglur og aðgangsheimildir sem byggjast meðal annars á starfsgrein og stöðu. Þau fyrirmæli skulu sett að fenginni umsögn Persónuverndar og skulu þau samrýmast reglum Persónuverndar um upplýsingaöryggi. Ábyrgðaraðili sjúkraskráa ber ábyrgð á að unnið sé eftir þessum fyrirmælum. Ávallt skal tryggt að allir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu undirriti trúnaðaryfirlýsingu. Allur aðgangur starfsmanna að sjúkraskrárupplýsingum skal skráður sem og breytingar sem gerðar eru á aðgangi einstakra notenda. Umsjónaraðili sjúkraskráa á hverri stofnun ber ábyrgð á að fylgst sé reglulega með því að aðgangur sé í samræmi við reglur og til staðar skulu vera sérstakar verklagsreglur er lýsa því eftirliti. Þegar um sameiginlegt sjúkraskrárkerfi er að ræða skv. 20. gr. laga um sjúkraskrár er það á ábyrgð umsjónaraðila sjúkraskráa að tryggja að reglulega sé fylgst með að aðgangur sé í samræmi við reglur“
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Skaftárhreppur Heilbrigðismál Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira