Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. janúar 2025 23:01 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir mikilvægt að hafa öflugt eftirlit með innviðum líkt og sæstrengjum. Vísir/Sigurjón Stór hluti af útköllum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á síðasta ári var vegna sjúkraflutninga. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun erlendra ferðamanna hafa sitt að segja. Þyrlusveitin var kölluð út þrjú hundruð þrjátíu og fjórum sinnum í fyrra. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun sjúkraflutninga hafa þar mest um að segja en útköll vegna þeirra voru hundrað áttatíu og þrjú. „Við erum svona helst að láta okkur detta í hug að það sé fjölgun ferðamanna sem að skýri hluta af þessu og einfaldlega aukin krafa fólks um þjónustu, meiri læknisþjónustu og öruggari flutninga og hraðari komu á heilsugæslu eða bráðasjúkrahús.“ Georg segir kostnað Landhelgisgæslunnar vegna erlendra ferðamanna nokkurn. „Í flestum tilfellum þá stöndum við straum af þeim kostnaði. Ef að þetta eru ferðamenn utan EES svæðisins þá er reynt að innheimta hjá þeim eða þeirra tryggingarfélögum. Það gengur svona misjafnlega. Við höfum nú lengi horft til þess að við gætum fengið eitthvað af gjöldum sem eru tekin af ferðamönnum sem koma til landsins. Það hefur nú ekki orðið enn en við teljum að það sé mál sem að þyrfti að skoða rækilega. “ Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fylgst með flug- og skipaumferð í kringum landið.Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða einni flugvél og þremur þyrlum. Flugvélin hefur verið töluvert í leigu til að afla Landhelgisgæslunni tekna og hefur henni lítið sem ekkert verið flogið í kringum Íslands síðastliðið ár. Georg vonast til að á þessu ári verði staðan önnur. „Það sem að við teljum helst þörf á að bæta í er eftirlit með lögsögunni og þá að geta nýtt flugvélina okkar ágætu til þess að fljúga um siglingaleiðir og hafa eftirlit með innviðum sem að eru neðansjávar, sæstrengjum, það er afar brýnt og mikilvægt að bæta þar í.“ Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Þyrlusveitin var kölluð út þrjú hundruð þrjátíu og fjórum sinnum í fyrra. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun sjúkraflutninga hafa þar mest um að segja en útköll vegna þeirra voru hundrað áttatíu og þrjú. „Við erum svona helst að láta okkur detta í hug að það sé fjölgun ferðamanna sem að skýri hluta af þessu og einfaldlega aukin krafa fólks um þjónustu, meiri læknisþjónustu og öruggari flutninga og hraðari komu á heilsugæslu eða bráðasjúkrahús.“ Georg segir kostnað Landhelgisgæslunnar vegna erlendra ferðamanna nokkurn. „Í flestum tilfellum þá stöndum við straum af þeim kostnaði. Ef að þetta eru ferðamenn utan EES svæðisins þá er reynt að innheimta hjá þeim eða þeirra tryggingarfélögum. Það gengur svona misjafnlega. Við höfum nú lengi horft til þess að við gætum fengið eitthvað af gjöldum sem eru tekin af ferðamönnum sem koma til landsins. Það hefur nú ekki orðið enn en við teljum að það sé mál sem að þyrfti að skoða rækilega. “ Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fylgst með flug- og skipaumferð í kringum landið.Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða einni flugvél og þremur þyrlum. Flugvélin hefur verið töluvert í leigu til að afla Landhelgisgæslunni tekna og hefur henni lítið sem ekkert verið flogið í kringum Íslands síðastliðið ár. Georg vonast til að á þessu ári verði staðan önnur. „Það sem að við teljum helst þörf á að bæta í er eftirlit með lögsögunni og þá að geta nýtt flugvélina okkar ágætu til þess að fljúga um siglingaleiðir og hafa eftirlit með innviðum sem að eru neðansjávar, sæstrengjum, það er afar brýnt og mikilvægt að bæta þar í.“
Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira