Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota. Fram kemur að samkvæmt lögum hafi Persónuvernd verið tilkynnt um um árásina og CERT-IS verið upplýst um atvikið.
Gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana samkvæmt viðbragðsáætlun og tölvukerfin aftengd um leið og ljóst var um árásina.
Vinna við að rannsaka árásina og byggja kerfið upp á ný gangi vel en sé ekki lokið. Upplýsingar verði veittar eftir því sem verkinu vindur fram.