Fótbolti

Guð­laugur Victor mætir Liver­pool og fjórir úr­vals­deildarslagir

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth í gær og mætir Liverpool í næstu umferð.
Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth í gær og mætir Liverpool í næstu umferð. Vísir/Getty

Dregið var í 32-liða úrslit FA-bikarsins strax eftir leik Arsenal og Manchester United. Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth fá Liverpool í heimsókn og þá verða 

Enn á eftir að leika fjóra leiki í 364liða úrslitunum og fara þeir fram á morgun og þriðjudag. Engu að síður var drifið í að draga í næstu umferð bikarsins og verða áhugaverðir leikir á dagskrá.

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans unnu frækinn sigur á Brentford í gær og þeir fá topplið ensku úrvalsdeildarinnar í heimsókn þegar Liverpool mætir á svæðið.

Manchester United mætir Leiester á heimavelli sínum Old Trafford og þá tekur Aston Villa á móti Tottenham, Brighton og á móti Chelsea og David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Everton, fær Bournemouth í heimsókn.

Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted fá úrvalsdeildarlið Newcastle í heimsókn til Birmingham en Birmingham vann sigur á Lincoln í gær.

Allir leikir í 4. umferð FA-bikarsins

Manchester United - Leicester

Leeds - Millwall/Dagenham & Redbridge

Brighton - Chelsea

Preston North End - Wycombe Wanderers

Exeter City - Nottingham Forest

Coventry City - Ipswich Town

Blackburn Rovers - Wolves

Mansfield/Wigan - Fulham

Birmingham City - Newcastle United

Plymouth - Liverpool

Everton - Bournemouth

Aston Villa - Tottenham

Southampton - Burnley

Leyton Orient/Derby County - Manchester City

Doncaster Rovers - Crystal Palace

Stoke City - Cardiff City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×