Hér erum við að tala um Konráð Helga Haraldsson bónda á bænum Syðri – Hól undir Eyjafjöllum, sem slasaðist mikið í umferðarslysi í desember. Hann syngur með Karlakór Rangæinga og Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu en félagar hans í báðum þessum hópum verða með styrktartónleika fyrir Konráð Helga og fjölskyldu hans í Hvolnum á Hvolsvelli í dag 16:00.
Erlendur Árnason er formaður Karlakórs Rangæinga.
„Við vorum að syngja í jarðarför fyrir mánuði síðan og svo á heimleiðinni lendir hann í alvarlegu bílslysi og er mjög mikið slasaður,” segir Erlendur og bætir við.
„Þau eru ungir bændur undir Eyjafjöllum með kúabú og keyptu jörð fyrir ekki svo löngu síðan og náttúrulega eins og maður veit, það er ekki auðvelt að standa undir lánum og öðru þegar fyrirvinnan verður fyrir svona miklu skakkaföllum. Þá þurfa þau náttúrulega að leita til afleysingaþjónustu og svona og allt kostar þetta mikil pening og við ætlum að reyna að styrkja þau þessum ráðum.”

Erlendur segist eiga von á miklum fjölda fólks á tónleika dagsins en aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til fjölskyldunnar á Syðri – Hól. Tónleikarnir verða líka í beinu streymi og þar verður líka hægt að sjá styrktarreikning fyrir fjölskylduna.

