Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2025 13:05 Með kyngreinda sæðinu er hægt að vera um 90% viss um hvort kýrin ber kvígu eða nauti, allt eftir því hvaða sæði kúabóndinn ákveður að nota hverju sinni í kýrnar sínar. Hvort kýrnar séu hoppandi kátar með þessi nýju tíðindi skal ósagt látið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilraun er nú að hefjast með notkun á kyngreindu sæði í fjósum landsins þar sem hægt verður að velja um hvort kvíga eða naut komi í heiminn með notkun sæðisins í kýrnar. Í síðasta mánuði var íslenskt nautasæði tekið til kyngreiningar á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Kyngreint var sæði úr fimm íslenskum nautum og einu Angus-holdanauti. Kyngreinda sæðið verður notað í tilraun í fjósum landsins og er nú á leiðinni eða komið til frjótækna. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands og veit því allt um kyngreinda sæðið. „Þetta er tækni, sem hefur verið í þó nokkurn tíma þekkt erlendis en við erum loksins að taka í gagnið hér á landi núna að kyngreina nautasæði. Það þýðir það að þegar ég sæði kúnna með kyngreindu sæði þá get ég með svona sirka 90% vissu verið viss um hvort kynið kálfurinn verður. Það er stórmagnað að þetta skuli vera hægt,” segir Rafn. Rafn segir kúabændur sjá mikil sóknarfæri með kyngreinda sæðinu. „Sóknarfærin eru kannski að sæða bestu kýrnar sínar með kvígusæði þó það hljómi nú skringilega það orð, en ég meina bestu kýrnar þannig að maður fái kvígukálfa og það væri þá möguleiki að sæða lakari kýrnar með holdanautasæði Angus og fá þá afurðameiri kjötgripi,” segir Rafn. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann eins og aðrir kúabændur eru spenntur fyrir tilrauninni með kyngreinda sæðið.Aðsend Og eru kúabændur almennt jákvæðir fyrir þessu heldurðu? „Já, ég hef ekki hitt neinn, sem er neikvæður út í þetta enda veit ég ekki hvernig það er hægt.” Og hvenær byrjar þetta formlega, er þetta byrjað eða hvað? „Nei, við erum að fara af stað með ákveðin tilraunafasa. Sæðið er komið í kútana hjá frjótæknunum og vonandi í næstu viku verður farið að sæða kýrnar og svo á að meta árangurinn hvernig fanghlutfall verður, þannig að við erum að byrja á þessari tilraun,” segir Rafn Bergsson formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Frjótæknar landsins eiga nú að vera komnir með kyngreinda sæðið í kútana sína. Hér er Þorsteinn Ólafsson, frjótæknir að störfum fyrir nokkrum árum síðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Sjá meira
Í síðasta mánuði var íslenskt nautasæði tekið til kyngreiningar á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Kyngreint var sæði úr fimm íslenskum nautum og einu Angus-holdanauti. Kyngreinda sæðið verður notað í tilraun í fjósum landsins og er nú á leiðinni eða komið til frjótækna. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands og veit því allt um kyngreinda sæðið. „Þetta er tækni, sem hefur verið í þó nokkurn tíma þekkt erlendis en við erum loksins að taka í gagnið hér á landi núna að kyngreina nautasæði. Það þýðir það að þegar ég sæði kúnna með kyngreindu sæði þá get ég með svona sirka 90% vissu verið viss um hvort kynið kálfurinn verður. Það er stórmagnað að þetta skuli vera hægt,” segir Rafn. Rafn segir kúabændur sjá mikil sóknarfæri með kyngreinda sæðinu. „Sóknarfærin eru kannski að sæða bestu kýrnar sínar með kvígusæði þó það hljómi nú skringilega það orð, en ég meina bestu kýrnar þannig að maður fái kvígukálfa og það væri þá möguleiki að sæða lakari kýrnar með holdanautasæði Angus og fá þá afurðameiri kjötgripi,” segir Rafn. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann eins og aðrir kúabændur eru spenntur fyrir tilrauninni með kyngreinda sæðið.Aðsend Og eru kúabændur almennt jákvæðir fyrir þessu heldurðu? „Já, ég hef ekki hitt neinn, sem er neikvæður út í þetta enda veit ég ekki hvernig það er hægt.” Og hvenær byrjar þetta formlega, er þetta byrjað eða hvað? „Nei, við erum að fara af stað með ákveðin tilraunafasa. Sæðið er komið í kútana hjá frjótæknunum og vonandi í næstu viku verður farið að sæða kýrnar og svo á að meta árangurinn hvernig fanghlutfall verður, þannig að við erum að byrja á þessari tilraun,” segir Rafn Bergsson formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Frjótæknar landsins eiga nú að vera komnir með kyngreinda sæðið í kútana sína. Hér er Þorsteinn Ólafsson, frjótæknir að störfum fyrir nokkrum árum síðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Sjá meira