Schick stjarnan í sterkum sigri Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 21:46 Schick réði úrslitum í kvöld. Hesham Elsherif/Anadolu via Getty Images Bayer Leverkusen vann 3-2 sigur á Borussia Dortmund í fyrsta leik 16. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liðið sækir að Bayern München á toppnum. Leverkusen virðist ætla að heyja titilbaráttu við Bayern München annað árið í röð en önnur lið í deildinni hafa gefið eftir, þar á meðal Dortmund sem sat í sjötta sæti fyrir leik kvöldsins. Gestirnir frá Leverkusen sendu sterk skilaboð snemma leiks. Nathan Tella veitti þeim forystuna þegar minn en mínúta var liðin og þá forystu tvöfaldaði Tékkinn Patrik Schick á áttundu mínútu. Jamie Gittens lagaði stöðuna fyrir Dortmund þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar en 3-1 varð staðan þegar Schick skoraði sitt annað mark fjórum mínútum síðar. Eftir þessa fjörlegu byrjun var ekki skorað frekar fyrir hlé og staðan 3-1 fyrir Leverkusen í hálfleik. Gíneumaðurinn Serhou Guirassy minnkaði muninn fyrir Dortmund af vítapunktinum á 79. mínútu en nær komust þeir gulklæddu ekki. Leiknum lauk með 3-2 sigri Leverkusen. Eftir sigur kvöldsins er Bayer Leverkusen með 35 stig í öðru sæti þýsku deildarinnar, stigi á eftir Bayern München, sem á þó leik til góða. Dortmund er í sjötta sæti með 25 stig í afar jöfnum pakka. Aðeins fjögur stig aðskilja Frankfurt í þriðja sæti (27 stig) og Stuttgart í því tíunda (23 stig. Dortmund gæti því fallið niður töfluna þegar fleiri leikir sextándu umferðarinnar fara fram um helgina. Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Leverkusen virðist ætla að heyja titilbaráttu við Bayern München annað árið í röð en önnur lið í deildinni hafa gefið eftir, þar á meðal Dortmund sem sat í sjötta sæti fyrir leik kvöldsins. Gestirnir frá Leverkusen sendu sterk skilaboð snemma leiks. Nathan Tella veitti þeim forystuna þegar minn en mínúta var liðin og þá forystu tvöfaldaði Tékkinn Patrik Schick á áttundu mínútu. Jamie Gittens lagaði stöðuna fyrir Dortmund þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar en 3-1 varð staðan þegar Schick skoraði sitt annað mark fjórum mínútum síðar. Eftir þessa fjörlegu byrjun var ekki skorað frekar fyrir hlé og staðan 3-1 fyrir Leverkusen í hálfleik. Gíneumaðurinn Serhou Guirassy minnkaði muninn fyrir Dortmund af vítapunktinum á 79. mínútu en nær komust þeir gulklæddu ekki. Leiknum lauk með 3-2 sigri Leverkusen. Eftir sigur kvöldsins er Bayer Leverkusen með 35 stig í öðru sæti þýsku deildarinnar, stigi á eftir Bayern München, sem á þó leik til góða. Dortmund er í sjötta sæti með 25 stig í afar jöfnum pakka. Aðeins fjögur stig aðskilja Frankfurt í þriðja sæti (27 stig) og Stuttgart í því tíunda (23 stig. Dortmund gæti því fallið niður töfluna þegar fleiri leikir sextándu umferðarinnar fara fram um helgina.
Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira