Bergens Tidende hefur heimildir fyrir því að Frey hafi þegar fengið tilboð um að gerast þjálfari en eins að Jonathan Hartmann hafi um leið verið boðin aðstoðarþjálfarastaðan.
Hartmann hefur lengi verið aðstoðarmaður Freys og var með honum í síðustu tveimur þjálfarastörfum hans.
Freyr er að leita sér að nýju starfi eftir að hafa verið rekinn frá belgíska félaginu KV Kortrijk.
Freyr gerði frábæra hluti með Lyngby í Danmörku en hætti þar til að taka við Kortrijk.
Tipsbladet segir frá frétt Bergens Tidende en að það sé ekki vitað hvort Freyr taki boðinu.
Freyr fór líka í viðtal um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands en líklegasti þyki að Arnar Gunnlaugsson hreppi þá stöðu.
Freyr gerði frábæra hluti með því að koma Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og halda liðinu síðan í deildinni.
Hjá Kortrijk tókst hann að halda belgíska liðinu i deildinni þrátt fyrir að taka við liðinu í mjög erfiðri stöðu á botnunum.
Brann er eitt sterkasta fótboltafélag Noregs en liðið endaði í öðru sæti á síðasta tímabili.
Tilboðið er því vottur um þá virðingu sem Freyr hefur unnið sér inn í þjálfaraheiminum.