Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 09:03 Niðurrif á gufuböðum í Vesturbæjarlaug hófst í desember. Nýju gufuböðin eiga að vera til í júní. Vísir/Vilhelm og Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg stefnir á að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á sánuklefum í Vesturbæjarlaug og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Framkvæmdin felur í sér að gera endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim. Einnig á að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða með nýrri lyftu og skábraut. Niðurrif í Vesturbæjarlaug er þegar hafið. Komið verður fyrir tveimur nýjum hefðbundnum sánuklefum (þurrgufum) og einum infrarauðum klefa í stað þeirra sem voru. Framan við þessa klefa verður hvíldarrými með sturtum, bekk og drykkjarfonti. Á sama tíma á að gera nýja starfsmannaaðstöðu inn af alrými við afgreiðsluna þar sem staðsett verður þvottaaðstaða, ræstirými og aðstaða sundkennara. Auk þess verður lagfærð snyrting gesta á sama svæði. Ný skábraut og lyfta Þá verður bætt aðgengi hreyfihamlaðra að afgreiðslu um sólargang með nýrri skábraut. Skábrautin er með tvöföldum handlistum beggja vegna. Þá verður einnig sett inn ný lyfta með fallvörn sem felld er niður í gólf. Lyftan verður staðsett í alrými við afgreiðslu, sem tenging við skábrautina. Einnig á að endurnýja glugga á báðum langveggjum til suðurs og norðurs meðfram rýmum. Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar áætlar að heildarkostnaður við framkvæmdina sé 130 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir í apríl og stefnt að því að þeim ljúki í júní 2025. Sjálfstæðismenn furða sig á sameiningu Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í vikunni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem þau furðuðu sig á áformum borgarinnar að hafa ekki lengur sánuklefana kynjaskipta. „Sundlaugar Reykjavíkur gegna mikilvægu lýðheilsuhlutverki og eru algengur samkomustaður fólks í hverfum borgarinnar. Sannarlega er nauðsynlegt að ráðast í endurbætur á sánuklefum Vesturbæjarlaugar en fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að fylgja vilja íbúanna við alla útfærslu. Íbúar Vesturbæjar hafa þegar lýst ríkum vilja til að hafa sánuklefa sundlaugarinnar áfram kynjaskipta og undrast fulltrúar Sjálfstæðisflokks áform borgaryfirvalda að ætla ekki að fylgja þeirri afstöðu íbúa,“ segir í bókun borgarfulltrúanna. Breytingarnar hafa verið nokkuð umdeildar en með þeim er verið að fjarlægja kynjaskipta sánuklefa og sameina þá. Fjallað var um málið á Vísi í vetur. Þá sögðu einhverjir Vesturbæingar breytingarnar fæla fastagesti frá lauginni á meðan aðrir fögnuðu því að fá innrauða sánu í stað þurrgufunnar í karlaklefanum. Forstöðumaður laugarinnar sagði þó lítið annað hafa verið í stöðunni, þar sem karlasánan hafi verið orðin fúin og ógeðsleg. Sánunni var svo endanlega lokað þann 5. desember og þá var hafið niðurrif. Í fréttinni hér að neðan var fjallað um „Stóra sánumálið“ og meðal annars greint frá því að kynjasameiningunni væri ætlað að stemma stigu við óviðeigandi hegðun sem hefði viðgengist í sánuklefunum. Flestir vilji gufuböð fyrir öll kyn Reykjavíkurborg hefur síðustu vikur, í tengslum við þessar breytingar, athugað viðhorf borgarbúa til gufubaða í sundlaugum Reykjavíkur. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur fram að flestir sundgestir kjósi fjölbreytt framboð gufubaða fyrir öll kyn. Mismunandi skoðanir eru á því hvort gufuböð eigi að vera kynjaskipt.Reykjavíkurborg Þar kom til dæmis fram að um 75 prósent gesta vilji annaðhvort hafa gufuböð fyrir öll kyn eða eru hlutlausir. Munur er þó á svörum á milli lauga og gestir þeirra lauga sem bjóða í dag aðgreindar gufur fyrir konur og karla leggja mun meiri áherslu á það. Nánar hér. Sund Reykjavík Sundlaugar og baðlón Borgarstjórn Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Komið verður fyrir tveimur nýjum hefðbundnum sánuklefum (þurrgufum) og einum infrarauðum klefa í stað þeirra sem voru. Framan við þessa klefa verður hvíldarrými með sturtum, bekk og drykkjarfonti. Á sama tíma á að gera nýja starfsmannaaðstöðu inn af alrými við afgreiðsluna þar sem staðsett verður þvottaaðstaða, ræstirými og aðstaða sundkennara. Auk þess verður lagfærð snyrting gesta á sama svæði. Ný skábraut og lyfta Þá verður bætt aðgengi hreyfihamlaðra að afgreiðslu um sólargang með nýrri skábraut. Skábrautin er með tvöföldum handlistum beggja vegna. Þá verður einnig sett inn ný lyfta með fallvörn sem felld er niður í gólf. Lyftan verður staðsett í alrými við afgreiðslu, sem tenging við skábrautina. Einnig á að endurnýja glugga á báðum langveggjum til suðurs og norðurs meðfram rýmum. Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar áætlar að heildarkostnaður við framkvæmdina sé 130 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir í apríl og stefnt að því að þeim ljúki í júní 2025. Sjálfstæðismenn furða sig á sameiningu Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í vikunni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem þau furðuðu sig á áformum borgarinnar að hafa ekki lengur sánuklefana kynjaskipta. „Sundlaugar Reykjavíkur gegna mikilvægu lýðheilsuhlutverki og eru algengur samkomustaður fólks í hverfum borgarinnar. Sannarlega er nauðsynlegt að ráðast í endurbætur á sánuklefum Vesturbæjarlaugar en fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að fylgja vilja íbúanna við alla útfærslu. Íbúar Vesturbæjar hafa þegar lýst ríkum vilja til að hafa sánuklefa sundlaugarinnar áfram kynjaskipta og undrast fulltrúar Sjálfstæðisflokks áform borgaryfirvalda að ætla ekki að fylgja þeirri afstöðu íbúa,“ segir í bókun borgarfulltrúanna. Breytingarnar hafa verið nokkuð umdeildar en með þeim er verið að fjarlægja kynjaskipta sánuklefa og sameina þá. Fjallað var um málið á Vísi í vetur. Þá sögðu einhverjir Vesturbæingar breytingarnar fæla fastagesti frá lauginni á meðan aðrir fögnuðu því að fá innrauða sánu í stað þurrgufunnar í karlaklefanum. Forstöðumaður laugarinnar sagði þó lítið annað hafa verið í stöðunni, þar sem karlasánan hafi verið orðin fúin og ógeðsleg. Sánunni var svo endanlega lokað þann 5. desember og þá var hafið niðurrif. Í fréttinni hér að neðan var fjallað um „Stóra sánumálið“ og meðal annars greint frá því að kynjasameiningunni væri ætlað að stemma stigu við óviðeigandi hegðun sem hefði viðgengist í sánuklefunum. Flestir vilji gufuböð fyrir öll kyn Reykjavíkurborg hefur síðustu vikur, í tengslum við þessar breytingar, athugað viðhorf borgarbúa til gufubaða í sundlaugum Reykjavíkur. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur fram að flestir sundgestir kjósi fjölbreytt framboð gufubaða fyrir öll kyn. Mismunandi skoðanir eru á því hvort gufuböð eigi að vera kynjaskipt.Reykjavíkurborg Þar kom til dæmis fram að um 75 prósent gesta vilji annaðhvort hafa gufuböð fyrir öll kyn eða eru hlutlausir. Munur er þó á svörum á milli lauga og gestir þeirra lauga sem bjóða í dag aðgreindar gufur fyrir konur og karla leggja mun meiri áherslu á það. Nánar hér.
Sund Reykjavík Sundlaugar og baðlón Borgarstjórn Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira