Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 16:47 Natalia Kaluzova, kona Dominik Greif, og fyrirsætan Cristina Palavra urðu fyrir áreitni á leik Mallorca og Real Madrid í Sádi-Arabíu. Instagram/@natalili.k/@tupalavra Cristina Palavra og Natalia Kaluzova, eiginkonur fótboltamannanna Dani Rodriguez og Dominik Greif, urðu fyrir áreitni annarra áhorfenda eftir leik Real Madrid og Mallorca á King Abdullah Sports City leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Liðin áttust við í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í gærkvöld og voru Greif og Rodriguez báðir í liði Mallorca sem varð að sætta sig við 3-0 tap. Keppnin hefur farið fram í Sádi-Arabíu frá árinu 2022, fyrstu þrjú árin í Riyadh en að þessu sinni í borginni Jeddah, en fyrir það fær spænska knattspyrnusambandið jafnvirði um 5,6 milljarða króna á ári. Þær Palavra og Kaluzova voru ásamt fleirum á leið af leikvanginum þegar aðsúgur var gerður að þeim. „Það var svolítið flókið að komast í burtu. Við vorum með börnin og það var engin öryggisgæsla. Sannleikurinn er sá að það voru strákar frá þessu landi sem að fóru að taka myndir af okkur og áreita okkur,“ sagði Palavra við Esports IB3, samkvæmt frétt Marca. „Það sama henti Nataliu, eiginkonu Dominik Greif. Ég var með dóttur mína sem var sofandi. Okkur leið óþægilega. Við vorum ekki með neinn til að vernda okkur. Það gekk mjög illa að komast í burtu,“ sagði Palavra. Tóku myndbönd og gripu í þær Kaluzova sagði við Marca: „Mennirnir tóku myndbönd af okkur, ýttu okkur og gripu í okkur, skelltu símum framan í andlitið á okkur og tóku myndbönd.“ Forráðamenn Mallorca segja að um 250 manns hafi orðið fyrir áreitni þegar fólkið yfirgaf leikvanginn. Quique Darder, pabbi miðjumannsins Sergi Darder, lýsti aðstæðum sem umsátursástandi sem varað hefði í um 15-20 mínútur, þangað til rútur komu að sækja fólkið. Spænska knattspyrnusambandið segir að öryggisverðir á vegum sambandsins hafi verið sendir á vettvang um leið og frést hafi af ástandinu. Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik keppninnar á sunnudaginn. Spænski boltinn Tengdar fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00 Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Liðin áttust við í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í gærkvöld og voru Greif og Rodriguez báðir í liði Mallorca sem varð að sætta sig við 3-0 tap. Keppnin hefur farið fram í Sádi-Arabíu frá árinu 2022, fyrstu þrjú árin í Riyadh en að þessu sinni í borginni Jeddah, en fyrir það fær spænska knattspyrnusambandið jafnvirði um 5,6 milljarða króna á ári. Þær Palavra og Kaluzova voru ásamt fleirum á leið af leikvanginum þegar aðsúgur var gerður að þeim. „Það var svolítið flókið að komast í burtu. Við vorum með börnin og það var engin öryggisgæsla. Sannleikurinn er sá að það voru strákar frá þessu landi sem að fóru að taka myndir af okkur og áreita okkur,“ sagði Palavra við Esports IB3, samkvæmt frétt Marca. „Það sama henti Nataliu, eiginkonu Dominik Greif. Ég var með dóttur mína sem var sofandi. Okkur leið óþægilega. Við vorum ekki með neinn til að vernda okkur. Það gekk mjög illa að komast í burtu,“ sagði Palavra. Tóku myndbönd og gripu í þær Kaluzova sagði við Marca: „Mennirnir tóku myndbönd af okkur, ýttu okkur og gripu í okkur, skelltu símum framan í andlitið á okkur og tóku myndbönd.“ Forráðamenn Mallorca segja að um 250 manns hafi orðið fyrir áreitni þegar fólkið yfirgaf leikvanginn. Quique Darder, pabbi miðjumannsins Sergi Darder, lýsti aðstæðum sem umsátursástandi sem varað hefði í um 15-20 mínútur, þangað til rútur komu að sækja fólkið. Spænska knattspyrnusambandið segir að öryggisverðir á vegum sambandsins hafi verið sendir á vettvang um leið og frést hafi af ástandinu. Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik keppninnar á sunnudaginn.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00 Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00
Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram