Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2025 17:00 Guðlaugur Victor fagnar marki Morgan Whittaker ásamt félögum sínum. Vísir/Getty Chelsea vann öruggan sigur á D-deildarliði Morecambe í enska FA-bikarnum í knattspyrnu í dag. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson mættur í byrjunarlið Plymouth sem vann frækinn sigur og tryggði sér sæti í næstu umferð. D-deildarlið Morecambe voru gestir dagsins á Stamford Bridge. Chelsea hefur verið í smá brasi undanfarið og ekki unnið sigur í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þeir lentu hins vegar ekki í neinum vandræðum í dag. Christopher Nkunku misnotaði reyndar vítaspyrnu á 17. mínútu en Tosin Adarabioyo sá til þess að Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað á 39. mínútu. Í síðari hálfleik bættu heimamenn síðan við fjórum mörkum. Nkunku bætti fyrir vítaklúðrið með marki á 50. mínútu og Adarabioyo bætti sínu öðru marki við tuttugu mínútum síðar. Portúgalinn Joao Felix rak síðan endahnútinn með tveimur mörkum á skömmum tíma og Chelsea fagnaði 5-0 sigri. Guðlaugur Victor og félagar slógu út úrvalsdeildarlið Það var Íslendingaslagur þegar úrvalsdeildarlið Brentford tók á móti Plymouth á heimavelli sínum í London. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth og þá var Hákon Rafn Valdimarsson í markinu hjá Brentford. Leikurinn var markalaus í hálfleik en átta mínútum fyrir leikslok skoraði Morgan Whittaker það sem reyndist vera sigurmark Plymouth. Brentford skapaði sér lítið af færum í leiknum og er úr leik í bikarnum. Frækinn sigur hjá Guðlaugi Victori og félögum en Guðlaugur Victor hefur ekki fengið mörg tækifæri að undanförnu en nýr knattspyrnustjóri tók við stjórn Plymouth í gær. Úrvalsdeildarliðin Brighton og Nottingham Forest voru ekki í vandræðum í sínum leikjum. Brighton vann 4-0 útisigur á Norwich þar sem Georginio Rutter skoraði tvö mörk og þá vann spútniklið Nottingham Forest 2-0 sigur á Luton Town með mörkum frá Ryan Yates og Ramon Sosa. Úrslitin í FA-bikarnum: Leicester - QPR 6-2Bournemouth - West Brom 5-1Brentford - Plymouth 0-1Chelsea - Morecamb 5-0Exeter - Oxford Utd. 3-1Norwich - Brighton 0-4Nottingham Forest - Luton 2-0Reading - Burnley 1-1 (framlenging í gangi)Sunderland - Stoke (1-1 (framlenging í gangi) Enski boltinn
Chelsea vann öruggan sigur á D-deildarliði Morecambe í enska FA-bikarnum í knattspyrnu í dag. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson mættur í byrjunarlið Plymouth sem vann frækinn sigur og tryggði sér sæti í næstu umferð. D-deildarlið Morecambe voru gestir dagsins á Stamford Bridge. Chelsea hefur verið í smá brasi undanfarið og ekki unnið sigur í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þeir lentu hins vegar ekki í neinum vandræðum í dag. Christopher Nkunku misnotaði reyndar vítaspyrnu á 17. mínútu en Tosin Adarabioyo sá til þess að Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað á 39. mínútu. Í síðari hálfleik bættu heimamenn síðan við fjórum mörkum. Nkunku bætti fyrir vítaklúðrið með marki á 50. mínútu og Adarabioyo bætti sínu öðru marki við tuttugu mínútum síðar. Portúgalinn Joao Felix rak síðan endahnútinn með tveimur mörkum á skömmum tíma og Chelsea fagnaði 5-0 sigri. Guðlaugur Victor og félagar slógu út úrvalsdeildarlið Það var Íslendingaslagur þegar úrvalsdeildarlið Brentford tók á móti Plymouth á heimavelli sínum í London. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth og þá var Hákon Rafn Valdimarsson í markinu hjá Brentford. Leikurinn var markalaus í hálfleik en átta mínútum fyrir leikslok skoraði Morgan Whittaker það sem reyndist vera sigurmark Plymouth. Brentford skapaði sér lítið af færum í leiknum og er úr leik í bikarnum. Frækinn sigur hjá Guðlaugi Victori og félögum en Guðlaugur Victor hefur ekki fengið mörg tækifæri að undanförnu en nýr knattspyrnustjóri tók við stjórn Plymouth í gær. Úrvalsdeildarliðin Brighton og Nottingham Forest voru ekki í vandræðum í sínum leikjum. Brighton vann 4-0 útisigur á Norwich þar sem Georginio Rutter skoraði tvö mörk og þá vann spútniklið Nottingham Forest 2-0 sigur á Luton Town með mörkum frá Ryan Yates og Ramon Sosa. Úrslitin í FA-bikarnum: Leicester - QPR 6-2Bournemouth - West Brom 5-1Brentford - Plymouth 0-1Chelsea - Morecamb 5-0Exeter - Oxford Utd. 3-1Norwich - Brighton 0-4Nottingham Forest - Luton 2-0Reading - Burnley 1-1 (framlenging í gangi)Sunderland - Stoke (1-1 (framlenging í gangi)