Lífið samstarf

Í strand­bænum Sharm El Sheikh í Egypta­landi nýtur þú sólar, hlýju og menningar

Heimsferðir
Al Sahaba moskan er staðsett í Sharm El Sheikh og er ein af fallegri og þekktari moskum á í þessum heimshluta. Hún er vinsæll ferðamannastaður sem og staður til bænahalds. Þessa dagana kynnir Heimsferðir með stolti þriðju ferðina í beinu flug til Sharm el Sheikh.
Al Sahaba moskan er staðsett í Sharm El Sheikh og er ein af fallegri og þekktari moskum á í þessum heimshluta. Hún er vinsæll ferðamannastaður sem og staður til bænahalds. Þessa dagana kynnir Heimsferðir með stolti þriðju ferðina í beinu flug til Sharm el Sheikh.

Strandbærinn Sharm El Sheikh í Egyptalandi er einn af vinsælustu áfangastöðum Evrópu- og Mið Austurlandabúa en þangað sækja milljónir manna ár hvert til að njóta sólar, hlýju og menningar. Þessa dagana kynnir Heimsferðir með stolti þriðju ferðina í beinu flug til Sharm el Sheikh.

„Er hægt að hugsa sér meira spennandi ævintýri í febrúar, meðan kuldinn og myrkrið ræður ríkjum hér á landi?,“ segir Hafsteinn M. Másson, markaðsstjóri Heimsferða. „Í febrúar er meðalhitinn í Sharm El Sheikh 24-27 gráður yfir daginn. Flogið er í beinu flugi til Egyptalands sem tekur um sjö og hálfa klukkustund. Boðið er upp á gistingu á 4-5 stjörnu hótelum þar sem allt er innifalið. Brottför er 21. febrúar og komið er heim þann 2. mars. Á þessu tímabili detta inn tvær helgar þannig að ferðalangar eru ekki að eyða mörgum sumarleyfisdögum í fríið. Auk þess má geta að margir skólar eru í vetrarfrí á þessum tíma sem gerir þessa ferð að enn meira spennandi valkosti.“

Sharm El Sheikh er staðsettur á Sinai skaganum fyrir neðan samnefndan eyðimerkurfjallgarð. Umhverfið er einstök blanda af eyðimerkursandi, klettum og hinu einstaka Rauða hafi. „Það er alltaf vinsælt meðal ferðamanna að kafa í Rauða hafinu og synda á milli kóralrifa og skoða lífið í sjónum. Sjórinn er ljósblár og tær og því auðvelt að gleyma sér algjörlega við að snorkla eða kafa. Flest hótel bjóða upp á köfunarnámskeið og köfunarferðir og nýta margir sér þann möguleika og kafa t.d. í Rauða hafinu eða við kóralrifin við Tiran og Ras Mohammed“

Strandbærinn sjálfur er nokkuð dreifður og hótelin tilheyra ákveðnum ströndum eða strandsvæðum að sögn Hafsteins. „Gamli bærinn í Naama Bay er nokkuð vinsæll á kvöldin en þar er jafnframt elstu hótelin staðsett. Bærinn er líflegur með fjölda veitinga- og kaffihúsa ásamt mörgum skemmtilegum verslunum.“

Annað vinsælt svæði er Soho Square en sá bæjarhluti er afar líflegur og mikið skreyttur ljósum og gosbrunnum. „Þar má líka finna fjölda verslana, kaffi- og veitingahúsa, skemmtistaði og jafnvel skautahöll. Samgöngur eru góðar milli svæði og afar auðvelt að taka leigubíl frá hótelunum bæði til Naama Bay eða Soho Square.“

Egyptaland er sögufrægt land og státar af einni elstu siðmenningu heims sem svo sannarlega er gaman að kynnast. Það er því alveg nauðsynlegt að kíkja í nokkrar skoðunarferðir segir Hafsteinn og er fjöldi skemmtilegra skoðunarferða í boði frá Sharm El Sheikh. „Ein vinsælasta ferð okkar er dagsferð til Luxor en þar heimsækjum við m.a. Vestur Bakkann, Konungadalinn þar sem nokkur grafhýsi eru skoðuð, Colossi of Memno, höll Hatshepsut drottningar endum daginn í Luxor Temple.“

Önnur vinsæl ferð er í Ras Mohammed þjóðgarðinn sem stendur ýmist yfir í hálfan eða heilan dag. „Einnig er vinsælt að fara safarí ferðir út í eyðimörkina á fjórhjólum, jeppum eða úlföldum. Fyrir þá sem langar að sjá pýramídana er dagsferð þangað einnig í boði. Dagurinn er langur en ég get lofað einstakri upplifun. Bæjarferð um Sharm El Sheikh vekur alltaf lukku sem og ferð í Nabq þjóðgarðinn og dagsferð til Luxor. Á strandsvæðinu er stór og mikill vatnsrennibrautagarður þar sem fólk á öllum aldri finnur eitthvað við sitt hæfi en hægt er að skoða nánari upplýsingar um skoðunarferðirnar á vefnum okkar.“

Öll hótel sem Heimsferðir bjóða upp á í Sharm El Sheikh eru með öllu fæði og drykkjum inniföldum í verði. Um er að ræða morgun- hádegis- og kvöldverð ásamt snarli á milli máltíða og innlenda drykki. „Auk þess bjóða flest hótelin upp á innflutta drykki gegn auka gjaldi. Öll hótelin eru með Wi-Fi tengingu en hraðinn er misjafn eftir hótelum og hvar gestir eru staðsettir.“

Hafsteinn segir ferðamenn afar mikilvæga fyrir Egypta og því sé þjónustustigið afar hátt. „Það er mikið lagt upp úr öryggi og að ferðamönnum líði vel meðan á dvöl stendur. Á svæðinu búa um 100 þúsund manns og 90 prósent þeirra starfa við ferðaþjónustu. Hótelin eru flest öll mjög vel búin og starfsmenn afar hjálplegir við gesti sína. Íslenskir ferðalangar eru því í afar góðum höndum.“

Nánari upplýsingar má finna á vef Heimsferða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.