Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2025 07:37 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum hefur samþykkt að óska eftir miðstjórnarfundi hjá flokknum í þeim tilgangi að flýta megi flokksþingi. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun en kjördæmisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi. Ráðið telur nauðsynlegt að boða til flokksþings til að bregðast við lökum árangri flokksins í alþingiskosningunum sem fram fóru í lok nóvember. Framsóknarflokkurinn tryggði sér þar atkvæði 7,8 prósent kjósenda og náði fimm mönnum inn á þing. Missti flokkurinn þar með átta þingmenn, en eftir kosningar 2021 var flokkurinn með þrettán þingmenn eftir að hafa fengið rúmlega 17 prósent atkvæða. Minnstu mátti muna að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson dytti af þingi í síðustu kosningunum, en varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir var í hópi þeirra sem missti þingsæti. Flokkurinn náði ekki inn neinum manni á þing á höfuðborgarsvæðinu. Lilja sagði fyrr í vikunni að kurr væri í flokknum eftir kosningarnar og að margir flokksmenn væru á því að rétt væri að flýta flokksþingi, en hlutverk þess er meðal annars að velja forystu flokksins. Á fundi kjördæmissambandsins í gær var samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar að landsstjórn yrði kölluð saman til að hægt yrði að boða til miðstjórnarfundar sem gæti svo boðað til flokksþings. Í bréfi til framkvæmdastjórnar flokksins segir að úrslit kosninganna krefjist greiningar og aðgerða. Nauðsynlegt sé að ræða á heildstæðan hátt hvað leiddi til niðurstöðu kosninganna hvað Framsóknarflokkinn varðar og hvernig hægt sé að bregðast við af krafti. Uppbyggingarstarf flokksins verði að byggjast á sameiginlegri sýn, virkri þátttöku og skýrum markmiðum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun en kjördæmisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi. Ráðið telur nauðsynlegt að boða til flokksþings til að bregðast við lökum árangri flokksins í alþingiskosningunum sem fram fóru í lok nóvember. Framsóknarflokkurinn tryggði sér þar atkvæði 7,8 prósent kjósenda og náði fimm mönnum inn á þing. Missti flokkurinn þar með átta þingmenn, en eftir kosningar 2021 var flokkurinn með þrettán þingmenn eftir að hafa fengið rúmlega 17 prósent atkvæða. Minnstu mátti muna að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson dytti af þingi í síðustu kosningunum, en varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir var í hópi þeirra sem missti þingsæti. Flokkurinn náði ekki inn neinum manni á þing á höfuðborgarsvæðinu. Lilja sagði fyrr í vikunni að kurr væri í flokknum eftir kosningarnar og að margir flokksmenn væru á því að rétt væri að flýta flokksþingi, en hlutverk þess er meðal annars að velja forystu flokksins. Á fundi kjördæmissambandsins í gær var samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar að landsstjórn yrði kölluð saman til að hægt yrði að boða til miðstjórnarfundar sem gæti svo boðað til flokksþings. Í bréfi til framkvæmdastjórnar flokksins segir að úrslit kosninganna krefjist greiningar og aðgerða. Nauðsynlegt sé að ræða á heildstæðan hátt hvað leiddi til niðurstöðu kosninganna hvað Framsóknarflokkinn varðar og hvernig hægt sé að bregðast við af krafti. Uppbyggingarstarf flokksins verði að byggjast á sameiginlegri sýn, virkri þátttöku og skýrum markmiðum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira