Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2025 07:37 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum hefur samþykkt að óska eftir miðstjórnarfundi hjá flokknum í þeim tilgangi að flýta megi flokksþingi. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun en kjördæmisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi. Ráðið telur nauðsynlegt að boða til flokksþings til að bregðast við lökum árangri flokksins í alþingiskosningunum sem fram fóru í lok nóvember. Framsóknarflokkurinn tryggði sér þar atkvæði 7,8 prósent kjósenda og náði fimm mönnum inn á þing. Missti flokkurinn þar með átta þingmenn, en eftir kosningar 2021 var flokkurinn með þrettán þingmenn eftir að hafa fengið rúmlega 17 prósent atkvæða. Minnstu mátti muna að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson dytti af þingi í síðustu kosningunum, en varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir var í hópi þeirra sem missti þingsæti. Flokkurinn náði ekki inn neinum manni á þing á höfuðborgarsvæðinu. Lilja sagði fyrr í vikunni að kurr væri í flokknum eftir kosningarnar og að margir flokksmenn væru á því að rétt væri að flýta flokksþingi, en hlutverk þess er meðal annars að velja forystu flokksins. Á fundi kjördæmissambandsins í gær var samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar að landsstjórn yrði kölluð saman til að hægt yrði að boða til miðstjórnarfundar sem gæti svo boðað til flokksþings. Í bréfi til framkvæmdastjórnar flokksins segir að úrslit kosninganna krefjist greiningar og aðgerða. Nauðsynlegt sé að ræða á heildstæðan hátt hvað leiddi til niðurstöðu kosninganna hvað Framsóknarflokkinn varðar og hvernig hægt sé að bregðast við af krafti. Uppbyggingarstarf flokksins verði að byggjast á sameiginlegri sýn, virkri þátttöku og skýrum markmiðum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun en kjördæmisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi. Ráðið telur nauðsynlegt að boða til flokksþings til að bregðast við lökum árangri flokksins í alþingiskosningunum sem fram fóru í lok nóvember. Framsóknarflokkurinn tryggði sér þar atkvæði 7,8 prósent kjósenda og náði fimm mönnum inn á þing. Missti flokkurinn þar með átta þingmenn, en eftir kosningar 2021 var flokkurinn með þrettán þingmenn eftir að hafa fengið rúmlega 17 prósent atkvæða. Minnstu mátti muna að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson dytti af þingi í síðustu kosningunum, en varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir var í hópi þeirra sem missti þingsæti. Flokkurinn náði ekki inn neinum manni á þing á höfuðborgarsvæðinu. Lilja sagði fyrr í vikunni að kurr væri í flokknum eftir kosningarnar og að margir flokksmenn væru á því að rétt væri að flýta flokksþingi, en hlutverk þess er meðal annars að velja forystu flokksins. Á fundi kjördæmissambandsins í gær var samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar að landsstjórn yrði kölluð saman til að hægt yrði að boða til miðstjórnarfundar sem gæti svo boðað til flokksþings. Í bréfi til framkvæmdastjórnar flokksins segir að úrslit kosninganna krefjist greiningar og aðgerða. Nauðsynlegt sé að ræða á heildstæðan hátt hvað leiddi til niðurstöðu kosninganna hvað Framsóknarflokkinn varðar og hvernig hægt sé að bregðast við af krafti. Uppbyggingarstarf flokksins verði að byggjast á sameiginlegri sýn, virkri þátttöku og skýrum markmiðum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira