Íslenski boltinn

Yfir­gefur æskufélagið og semur við Þrótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Karen Kjartansdóttir er hér komin í búning Þróttaraliðsins.
Birna Karen Kjartansdóttir er hér komin í búning Þróttaraliðsins. @throttur

Þróttarar hafa fengið til sín efnilegan varnarmann úr Kópavogi fyrir átökin í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar.

Birna Karen Kjartansdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þrótt og verður því hjá félaginu út árið 2027.

Birna er öflugur varnarmaður sem er fædd árið 2007. Hún er uppalinn í Breiðabliki en hefur leikið fyrir Augnablik í neðri deildum undanfarin ár. Hún hefur æft með meistaraflokki Þróttar að undanförnu og staðið sig vel á æfingum samkvæmt frétt á miðlum Þróttar.

„Við erum ánægð með að fá Birnu til liðs við okkur, hún er bráðefnileg og myndar ásamt fleiri leikmönnum kjarna sem á eftir að taka við stóru hlutverki í kvennaliði Þróttar á næstu árum. Við bjóðum hana velkomna í Þrótt,“ segir í frétt á miðlum Þróttar.

Birna Karen spilaði tólf leiki með Augnabliki í C-deildinni síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×