Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2025 13:33 Gunnlaugur Árni Sveinsson keppir fyrir hönd Evrópu í Bonallack-bikarnum. Hér slær hann á vellinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. EGA Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. Um er að ræða mót í anda Ryder-bikarsins þar sem tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu mæta kollegum sínum frá Asíu og Eyjaálfu, á þriggja daga móti sem hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Gunnlaugur Árni, karlkylfingur ársins á Íslandi 2024, keppti með Svíanum Algot Kleen í dag. Þeir urðu að sætta sig við 2/1 tap í fjórmenningi (betri bolta spilað) í dag gegn Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína. Þess má geta að Maichon hefur verið í hópi tuttugu efstu áhugakylfinga á heimslista. Þeir Gunnlaugur Árni og Kleen unnu hins vegar sigur í fjórbolta gegn sömu andstæðingum, 1/0. Í fjórbolta spila allir með sinn bolta og þar var Gunnlaugur Árni sjóðheitur og tryggði sigur á fjórum holum, eða holu 4, 5, 7 og 8, og náðu þeir Kleen þá mest þriggja holu forskoti. Ziqin og Maichon unnu svo holu 10 og 14, en náðu aldrei að jafna leikinn. Gunnlaugur Árni Sveinsson, þriðji frá vinstri í neðri röð, er einn af tólf fulltrúum Evrópu á mótinu.EGA Evrópuliðið fékk alls 1,5 vinning í fjórmenningnum gegn 3,5, en bætti það svo upp í fjórboltanum með 3,5 vinningum gegn 1,5. Staðan er því hnífjöfn, 5-5. Á morgun verður aftur leikið í fjórmenningi og fjórbolta, en mótinu lýkur svo með tólf einvígum á föstudaginn. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Um er að ræða mót í anda Ryder-bikarsins þar sem tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu mæta kollegum sínum frá Asíu og Eyjaálfu, á þriggja daga móti sem hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Gunnlaugur Árni, karlkylfingur ársins á Íslandi 2024, keppti með Svíanum Algot Kleen í dag. Þeir urðu að sætta sig við 2/1 tap í fjórmenningi (betri bolta spilað) í dag gegn Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína. Þess má geta að Maichon hefur verið í hópi tuttugu efstu áhugakylfinga á heimslista. Þeir Gunnlaugur Árni og Kleen unnu hins vegar sigur í fjórbolta gegn sömu andstæðingum, 1/0. Í fjórbolta spila allir með sinn bolta og þar var Gunnlaugur Árni sjóðheitur og tryggði sigur á fjórum holum, eða holu 4, 5, 7 og 8, og náðu þeir Kleen þá mest þriggja holu forskoti. Ziqin og Maichon unnu svo holu 10 og 14, en náðu aldrei að jafna leikinn. Gunnlaugur Árni Sveinsson, þriðji frá vinstri í neðri röð, er einn af tólf fulltrúum Evrópu á mótinu.EGA Evrópuliðið fékk alls 1,5 vinning í fjórmenningnum gegn 3,5, en bætti það svo upp í fjórboltanum með 3,5 vinningum gegn 1,5. Staðan er því hnífjöfn, 5-5. Á morgun verður aftur leikið í fjórmenningi og fjórbolta, en mótinu lýkur svo með tólf einvígum á föstudaginn.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira