Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 21:16 Skrifstofuhúsnæðið sem málið varðar var í Bæjarlind í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir. Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira