Sport

Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hardy Haman, leikmaður Hershey Bears, umvafinn hluta af böngsunum sem var kastað inn á ísinn í leik Hershey Bears á móti Providence Bruins.
Hardy Haman, leikmaður Hershey Bears, umvafinn hluta af böngsunum sem var kastað inn á ísinn í leik Hershey Bears á móti Providence Bruins. Getty/Bruce Bennett

Nýtt glæsilegt heimsmet var sett í árlegum bangsaleik bandaríska íshokkíliðsins Hershey Bears.

Bangakastið fór fram í fyrsta leik Hershey Bears í amerísku íshokkídeildinni á nýju ári en leikurinn var á móti Providence Bruins.

Þegar Hershey Bears skoraði sitt fyrsta mark í leiknum þá hentu áhorfendur böngsunum og tuskudýrunum inn á völlinn eins og enginn væri morgundagurinn.

Alls var kastað yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn en nákvæm tala var 102.343. Þetta var mikil bæting á gamla metinu frá því í fyrra þegar tæplega 75 þúsund bangsar flugu inn á ísinn.

Hershey Bears hefur haldið þennan bangsaleik á hverju ári frá árinu 2001. Bangsarnir enda síðan hjá góðgerðasamtökum sem hafa það markmið að þeir endi í höndum krakka sem glíma við veikindi og annars konar erfiðleika. 35 góðgerðasamtök njóta góðs af þessari söfnun.

Sweigart fjölskyldan gerir líka gott betur. Hún mun gefa jafnamið til Kraftaverkasamtaka barna og fjöldi bangsanna sem var kastað inn á völlinn. Fjölskyldan gefur því meira en 102 þúsund dali í ár sem jafngildir meira en fjórtán milljónum í íslenskum krónum.

Hér fyrir neðan má sjá þear yfir hundrað þúsund bangsar flugu inn á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×