Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. janúar 2025 11:53 Kristrún er verulega ánægð með samráðið við almenning. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er verulega ánægð með þátttöku almennings í samráðsgátt. Hún segir mikilvægt að virkja almenning og segir ríkisstjórnina mögulega gera það aftur síðar. „Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira