Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 10:15 Eva hefur samið um starfslok hjá Sýn eftir 20 ára feril á miðlum félagsins. Eva Georgs. Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, hefur samið um starfslok hjá Sýn. Hún hefur starfað á stöðinni frá árinu 2005. „Eftir tuttugu ára starf hjá Stöð 2 hef ég samið um starfslok hjá Sýn. Það hefur verið einstakt að fá að vera hluti af því magnaða teymi sem hefur staðið á bakvið fjölmiðla Sýnar á þessum tíma. Það hefur varla komið sá dagur þar sem ég hef ekki hlakkað til að mæta í vinnuna og takast á við verkefnin framundan við hlið frábærra vinnufélaga sem vinna af ástríðu og metnaði alla daga,“ segir Eva. Lítur stolt um öxl Hún sé þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hafi fengið til að vaxa og dafna í starfi, fyrst á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, síðar í innlendri þáttagerð og loks sem sjónvarpsstjóri. „Verkefnin hafa verið mörg og ólík en bara á síðasta ári fórum við í endurmörkun á dagskrárstefnu Stöðvar 2, efldum innlenda framleiðslu, opnuðum fréttagluggann, fengum sýningarréttinn að enska boltanum og nú í desember voru fleiri áskrifendur að Stöð 2+ en nokkru sinni fyrr. Ég lít stolt um öxl og óska öllu mínu góða samstarfsfólki hjá Sýn alls hins besta með framhaldið.“ Þrátt fyrir að hafa samið um starfslok tekur Eva fram að þau taki ekki þegar gildi. Hún hafi ekki ráðið sig í annað starf og óráðið sé hvað taki við hjá henni þegar að starfslokum kemur. Þakkar fyrir dýrmætt framlag Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, þakkar Evu fyrir dýrmætt framlag hennar til miðla Sýnar á tuttugu ára starfsferli hennar. „Eva er sterkur leiðtogi, fagmanneskja fram í fingurgóma og hefur veitt okkur sem höfum unnið með henni innblástur með ástríðu sinni. Við óskum Evu alls hins besta í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur næst,“ segir Herdís. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Eftir tuttugu ára starf hjá Stöð 2 hef ég samið um starfslok hjá Sýn. Það hefur verið einstakt að fá að vera hluti af því magnaða teymi sem hefur staðið á bakvið fjölmiðla Sýnar á þessum tíma. Það hefur varla komið sá dagur þar sem ég hef ekki hlakkað til að mæta í vinnuna og takast á við verkefnin framundan við hlið frábærra vinnufélaga sem vinna af ástríðu og metnaði alla daga,“ segir Eva. Lítur stolt um öxl Hún sé þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hafi fengið til að vaxa og dafna í starfi, fyrst á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, síðar í innlendri þáttagerð og loks sem sjónvarpsstjóri. „Verkefnin hafa verið mörg og ólík en bara á síðasta ári fórum við í endurmörkun á dagskrárstefnu Stöðvar 2, efldum innlenda framleiðslu, opnuðum fréttagluggann, fengum sýningarréttinn að enska boltanum og nú í desember voru fleiri áskrifendur að Stöð 2+ en nokkru sinni fyrr. Ég lít stolt um öxl og óska öllu mínu góða samstarfsfólki hjá Sýn alls hins besta með framhaldið.“ Þrátt fyrir að hafa samið um starfslok tekur Eva fram að þau taki ekki þegar gildi. Hún hafi ekki ráðið sig í annað starf og óráðið sé hvað taki við hjá henni þegar að starfslokum kemur. Þakkar fyrir dýrmætt framlag Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, þakkar Evu fyrir dýrmætt framlag hennar til miðla Sýnar á tuttugu ára starfsferli hennar. „Eva er sterkur leiðtogi, fagmanneskja fram í fingurgóma og hefur veitt okkur sem höfum unnið með henni innblástur með ástríðu sinni. Við óskum Evu alls hins besta í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur næst,“ segir Herdís. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira