Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Jón Þór Stefánsson skrifar 6. janúar 2025 19:48 Bjarni Benediktsson tilkynnti í dag að hann myndi stíga af sviði stjórnmálanna. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Bjarni Benediktsson muni fá góða dóma í sögubókunum. Hann tilkynnti í dag að hann hygðist ekki taka sæti á þingi né gefa kost á sér í áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún telur að Bjarni hafi sjálfur viljað halda áfram, en ákveðið að gera það ekki eftir samtöl við flokksmenn og fjölskyldumeðlimi. „Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira